Hvítasunnan á Sólheimum í Grímsnesi.........
Síðasta helgi var frábær, gerðum akkúrat ekki neitt nema sofa og liggja bara í leti. Nema það að ég kláraði næstum að prjóna peysuna mína og svo fórum við í bíltúr á sunnudeginum. Keyrðum á Skálholt og Gullfoss og Geysi, skoðuðum meira að segja fræðasetrið á Geysi, mjög fróðlegt. Það var svo langt síðan ég hafði komið á þessar slóðir svo þetta var mjög skettlegt allt saman.
Foreldrar Kristjáns kíktu svo á okkur á sunnudagskvöldið og við fórum með þau í rúnt um allt svæðið til að sýna þeim aðstæður. Semsagt yndisleg helgi í alla staði og er langt síðan ég hef slappað eins vel af, held bara ekki síðan í Portúgal '97 ;O)
<< Home