23.6.03

Miðdalur - TMC.........
Þvílík helgi!!! Fór í útilegu/bústað í Miðdal (rétt hjá Laugarvatni) um helgina. TMC (" The Math Club ") leigði bústað saman og sumir sváfu inn í honum og aðrir í tjaldi fyrir utan. Þetta var ein sú skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað og skemmtilegasta var að allir meðlimir TMC voru þarna saman komnir - 18 manns!!! Allir voru að tínast í bústaðinn á föstudagskvöldinu og flestir byrjuðu á að grilla sér kvöldmat. Föstudagsvköldið var nú nokkuð rólegt miðað við laugardaginn. En það var samt farið í ýmsa leiki eins og kvikmyndaleikinn, hægrihandar-7-bannað að benda-nafna-leikinn sem vakti mikla kátínu meðal viðstaddra.
Steinar & Kristján stóðu sig eins og hetjur á gítarnum. Á laugardeginum var síðan slegið upp diskóteki og hreinlega dansað af sér "rassgatið" - allavegana sumir, nefni engin nöfn ;O)
Á sunnudeginum var þessi yndislega ferð síðan enduð með dýrindis máltíð á Fjöruborðinu á hinni rómuðu Stokkseyri............... nammi namm

Það sem stendur upp úr í ferðinni er ................................
Löðrandi Twister í boði Danna skanna
Rassadans í boði Katrínar
Blakið á sunnudeginum
Ljóðagerð Ríkeyjar
Kristján (rauðvín & brauð + stóll) ;O)
Silence of the lambs - leikið af Þóreyju Eddu
Fjöruborðið


Langar bara að þakka öllum TMC-meðlimum fyrir frábæra helgi............... Lengi lifi TMC !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!