28.6.03

FLÚÐIR..........
Fór á Flúðir í dag að mæla - þvílíkt sem er fallegt þar, ég er alveg dolfallinn yfir þessum stað. Svo mikill gróður, margra metra há tré allstaðar og allt bara e-ð svo yndislegt, mér leið eins og í útlöndum. Ég var að mæla inn nokkur hús og fékk alveg geggjað veður til þess, var bara á stuttermabolnum í sólinni í allan dag. Eina sem ég get í rauninni sett út á Flúðir er að það eru allt of margir gaddavírar þar - ég reif stórt gat á buxurnar mínar............ ;O(