31.1.05

... Komið nafn á prinsessuna


Hún var skírð Snæfríður Eva. Elsku "stór"fjölskylda innilega til hamingju með fallega nafnið :O) Vonandi verðurðu meira vakandi næst þegar við komum að skoða þig ... híhí

Heldurðu að þú kaupir ekki Steinunn mín fyrir hana móðir þína Tropícana, það ku vera svo ansi gott!!!

Póstbloggfærslu sendi silja

28.1.05

komin helgi...

Enginn matur í mötuneytinu í dag svo við vsó skvísur trítluðum yfir á Maður Lifandi, fékk mér þar nýrnabauna-burrito sem var bara ansi hreint gott, en hrikalega er mikið að gera þarna!!! Eru allir orðnir svona asskoti hollir? Maður spyr sig...

Við Kristján ætlum að reyna að hætta í vinnunni á skikkanlegum tíma í dag og bruna beint í sveitina. Þar ætlum við að dvelja alla helgina í afslappelsi og notalegheitum ;) Kristján ætlar reyndar að kíkja á þorrablót annaðkvöld sem verður án efa mikið fjör! Í kvöld stefnir svo í þrusu idolpartý hjá á Eyrarveginum, það verður rooooosalegt!!!!

Verkfræðibekkurinn ætlar víst að hittast í kvöld (aðeins of stuttur fyrirvari fyrir upptekinn, skipulagðan verkfræðing) hehe.... En góða skemmtun segi ég nú bara :O) Veit að Kóngurinn ætlar að taka það tvöfalt svo þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið????

En eigiði góða helgi öllsömul og sérstaklega ánægjulegt idolkvöld ;)

ÁFRAM HEIÐA & HILDUR VALA.....

(með hverjum haldiði annars?????)


Póstbloggfærslu sendi silja

27.1.05

"Sú aðstoð sem eiginkonan veitir manninum sínum nú á dögum, er yfirleitt fólgin í því að binda á hann svuntuna" !!!

Póstbloggfærslu sendi silja

Mín vika
Já maður er sko aldeilis að standa sig í eldamennskunni. Við skötuhjúin erum að prufa að skipta vikunum á milli okkar svona til þess að það sé einhvern tímann eldað (og ég held ég hafi víst ekki alveg verið að standa mig!) og þegar það er mín vika þá græja ég allt sem viðkemur eldhúsinu, þ.e.a.s versla inn allt sem þarf til heimilisins, elda matinn og tek allt til eftir matinn. Svo það er eins gott að standa sig á sinni viku úfffff ;/
Á mánudögum og fimmtudögum slepp ég reyndar við að elda (hehe) því þá er Kristján alltaf á námskeiði.... en allavegana á þriðjudaginn hafði ég þennan dýrindis-pastarétt sem ég kastaði bara svona fram úr erminni, í honum var m.a. pulsur, skinka, sveppir, cashewhnetur, cabers og pestasósa með hnetum í og húsbóndinn svona líka ánægður með þetta ;OÞ. Í gær fékk ég svo frábæra uppskrift hjá henni systur minni en hún hafði einmitt fengið uppskriftina hjá tengdamóður minni!!! En þetta er semsagt kjúklingaréttur með sósu og í henni er sweet chilli mango chutney, rjómi, karrý og tandori masala. Sósunni hellti ég svo yfir bringurnar og inn í ofn í 30 mínútur og með þessu hafði ég hrísgrjón.... lukkaðist svona ansi vel.
Maður er svo mikil húsmóðir........... bwahahhahahha :O)


Póstbloggfærslu sendi silja

24.1.05

HUGLEIÐING DAGSINS ...

" Þú tekur ekki mynd á videóleigu "

(djúpur)

SKYPE ... alveg magnað fyrirbæri !!!

Talaði við Katyline í Svíþjóð í tæpa 2 tíma á laugard. í gegnum Skype og borgaði ekki krónu fyrir. Ansi sniðugt finnst mér.
Það ættu að sjálfsögðu allir að nota þetta og sérstaklega þeir sem ég er að tala við í síma því þá þarf ég ekki ekki að borga neinn símreikning, sem er gott ;)

Póstbloggfærslu sendi silja

kling kling ...

Kíktum í Kópavoginn til Bryndísar og prinsessunnar og úffff hvað hún er mikið falleg. Hún steinsvaf allan tímann meðan við vorum þó svo að ég væri að hnoðast með hana, líður greinilega ofsalega vel.


Stoltir foreldrar með prinsessuna sína

Vorum svo boðin í kvöldmat til Adda & Yesmine, fengum heldur betur sunnudagssteik á þeim bænum. Fórum svo öll í bíó og sáum "Alexander" ........ hhmmmm ein langdregnasta mynd sem ég hef séð, fórum í 8 bíó og vorum komin út að verða hálf tólf !!!
Ekki alveg minn tebolli ;)

23.1.05

Fimleikaþjálfarinn minn HÁLF SJÖTUG ... ;O)
Já hún Alda mín, (lengst til hægri) var að halda upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Eins og henni einni er lagið þá voru veitingarnar auðvitað ekki á verri endanum.... tryllti lýðinn með brædda höfðingjanum með mango chutney og cashewhnetur (veit iggi hvernig skrifað) ... nammi namm.
Ofsalega gaman að hitta alla, orðið svo langt síðan við höfðum kjaftað saman og auðvitað var mikið rætt um gömlu & góðu fimleikaárin !!!
Ég & Sif kíktum svo í bæinn, hitti þar hana Christínu mína og við þrjár dönsuðum aðeins á Thorvaldsen. Þar var alveg stappað á dansgólfinu og mér fannst ekki alveg nógu mikið space fyrir dansmúúúvin mín þ.a. ég vildi að við myndum færa okkur e-ð annað ;/ en svo var bara troðið allstaðar og langar raðir eða allt of ungt fólk (maður er orðinn svo gamall) svo það varð ekki um meiri dans þetta kvöldid! Hitti svo Kristján minn sætastann og fórum svo bara fljótlega heim...

22.1.05

DEKUR ...

Notaði í dag gjafakortin á Nordica Spa sem ég fékk í útskriftargjöf. Mætti 13:3o og var komin út 18:30, semsagt 5 tímar í æðislegu dekri.
Byrjaði á því að fara aðeins í heita pottinn og fékk þar axlarnudd ofan í pottinum. Fór síðan í slopp og labbaði inn á nuddstofuna þar sem ég fékk eitt besta heilnudd sem ég hef fengið, finnst svo oft þegar ég hef farið í nudd að nuddararnir rétt strjúki mann en þessi kona alveg nuddaði af fullum krafti!!! Sofnaði svo aðeins í lokin aahhh svo gott!.
Svo var komið að fótsnyrtingu, hef nú aldrei prófað það áður en það var auðvitað voða fínt og nú er maður alveg með lakkaðar táneglur og alles... hehe ;)
En fyndið þegar konan er að nudda á mér fæturnar í fótsnyrtingunni þá finn ég allt í einu eins og það dropi á Vogue blaðið mitt sem ég var að lesa... hmmm skildi ekki alveg, svo varð allt blaðið allt í einu á floti. Ég leit upp og þá lak bara þvílkt úr loftinu, ég alveg fyrirgefðu en það er byrjað að leka úr loftinu .... ??? Hún alveg haaaaa jésússss hvað er að gerast og sá þá að allt var á floti!!! úff svo hún þurfti að hringja í e-n kall til að koma og fixa þetta en þetta græjaðist í lokin ;/ Fyndnast var að inn í herberginu var spiluð tónlist með svona sjávarniði og okkur fannst eins og hljóðið sem kom af "alvöru"dropunum úr loftinu væri bara hljóðið í tónlistinni... hmm soldið súríalískt allt saman .... !!!!
En að lokum fór ég svo í andlitsbað sem var gjörsamlega geggjað, þar fékk ég líka fullt af nuddi. Hún nuddaði allt andlitið, höfuðið, hálsinn og axlirnar og hrikalega var það gott, sofnaði líka smá í því.
Ofsalega væri nú notalegt að geta leyft sér svona eins og kannski 1 sinni í mánuði, maður kemur gjösamlega endurnærður út !!!

En elsku Binna, Ester, Katrín, Sóley, Addi & Yesmine
ÞÚSUND ÞAKKIR fyrir mig: !!!! :O)

Röndótt var doldið allsráðandi í gær ....


Sushi...Á bóndadaginn sjálfan buðum við Ása Ninna "bændunum" okkar surprise upp á sushi og fínerí .... nammi namm. Þeir vissi ekki meir, áttu bara að mæta kl 7 í Garðastrætið og tarrraaahhhh við með allt klárt, búnar að gera og græja allt saman.... þeir voru nú ansi hreint ánægðir með okkur skal ég segja ykkur ... hehe ,O)

19.1.05

"ÉG ÆTLA ALDREI AÐ FRESTA NEINU SEM TEKUR INNAN VIÐ MÍNÚTU".....

Heyrði af manni nokkrum sem nú um áramótin strengdi þetta áramótaheit.
Fannst þetta afar smart hjá honum þegar ég fór að hugsa hvað það er margt sem maður hefur tilhneigingu til að fresta, hlutir sem einmitt taka nánast engan tíma að gera !!!
spes ....

18.1.05

Finn mig mjókka... :/
Loksins er síla litla páls byrjuð í ræktinni !!!!
Við Ása Pjása skelltum okkur í Laugar í gær, ég svoooo tilbúin að taka á því en gleymdi svo íþróttaskónum mínum heima ... :( Ég sem ætlaði svo að hlaupa & hlaupa & hlaupa á hlaupabrettinu..... En ég ákvað að gera ekki sömu skissuna og ég gerði eitt skipti fyrir e-m árum þegar ég einmitt líka gleymdi skóm að hlaupa á sokkunum. Það var ekkert mál svo sem að hlaupa á sokkunum eeeeeen daginn eftir vaknaði ég öll í blöðrum, ekki svo gott! En allavegana í gær þá lyfti ég bara meira í staðinn. Var bara nokkuð sátt við þessa fyrstu æfingu okkur Ninnu.
Ég skellti mér síðan líka í kvöldmatnum áðan og þá með skóna með mér, er síðan upp í vinnu núna en að spá í að drulla mér heim NÚNA...

Póstbloggfærslu sendi silja

16.1.05

Óskírð Eiríksdóttir...


Hér er prinsessan hennar Bryndísar nýkominn í heiminn :)

Hér getiði séð heimasíðu hennar og ekki er að sjá af myndunum að móðirin hafi verið að fæða barn skömmu fyrr... lítur allt jafn vel út þessi elska ;O)

13.1.05

BÆKUR TIL SÖLU ...

Getur e-r verkfræðinördinn sagt mér hvort skiptibókamarkaðurinn upp í VR2 sé enn í gangi ???


10.1.05

BÆKUR & TÍMARIT ...
Rölti á bókasafnið áðan til að ná mér í góða bók til að lesa fyrir háttinn. Er að vona að þá kannski nái ég að sofna fyrr og hætta að vera endalaust andvaka fram eftir nóttu :(
Ég sat síðan á bókasafninu í rúman klukkutíma og las tímarit: Vikan, Séð & Heyrt, Nýtt Líf, Mannlíf og Lifandi Vísindi.
Ansi huggulegt svona í skammdeginu!

9.1.05

Stúlka er fædd :O)Já Kolfinna Mist er búin að eignast litla systur því hún Bryndís mín fæddi stúlkubarn kl 7:35 í morgun. Prinsessan er 53 cm og 3850 gr. og allt virðist hafa gengið vel :) Ég get ekki beðið eftir að sjá nýfædda Stokkseyringinn....
Innilega til hamingju !

3/5 af M.Í.Rokkararnir í banastuði á föstudagskvöldið ... vantaði bara restina af MÍ :(

... ALLIR FARNIR :/

Hittumst TMC-arar á Tapasbarnum í gærkvöldi, nammi namm. Fékk mér beikonvafinn túnfisk og blandaðar ólífur :OÞ Síðan varð ég að hlaupa heim því augað á mér var ekki að virkja sem skyldi, ég bara táraðist og táraðist og var á endanum að kálast í auganu, var öll eldrauð og bólgin, veit ekkert hvað gerðist !!! Danni kallaði mig síðan væluskjóðu og þá fór ég heim :(
En krakkarnir komu síðan í Garðastrætið og það var spjallað e-ð frameftir og ég aðeins búin að jafna mig í auganu... ;/
Ástæðan fyrir hittingnum í gær var að kveðja þá sem eftir eru á klakanum en eru að stinga af til útlanda!!!
En mér finnst ég búin að vera í kveðjustundum öllum stundum undanfarið, það eru allt of margir fluttir eða að flytja til útlanda:
Katrín er að flytja til Svíþjóðar á fimmtudaginn, Ríkey er í Þýskalandi, Jónína í Köben, Ásdís & Doddi á Miami, Þórey Edda í Þýskalandi og Sóley í Barcelona. Danni & Stebbi eru svo að fara í 2 mánaðar heimsreisu !!!

Já ég held það verði lítið um fimmtudagslönsa hjá stærðfræðiklúbbnum á næstunni.... :(

8.1.05

Þvílíkt stuð í Garðastrætinu í dag þegar Daníela & Mikael Fannar kíktu í heimsókn :O)


"maður verður nú að vera pæja þegar maður mætir í höfuðborgina ... " ;)

JÓLIN BÚIN & JÓLAÚTLITIÐ TEKIÐ NIÐUR... :(

Ég á smá eftir að sakna gamla útlitsins, fannst stelpan e-ð svo vinaleg ;/

En það var fjör í gær á Snorró í afmælinu hjá Steinari. Fórum svo í bæinn, dönsuðum á milljón og ég reyndi að hrista af mér jólaspikið !!!


6.1.05

Steini Júl 25 !!!Já hann Katrínar-Steinar á afmæli í dag á sjálfum þrettándanum og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn :O) Veit hann er rétt í þessu með "ömmuboð" á Snorró (pönnsur, flatkökur með hangikjöti og ekta rjómatertu).
Svo er hann búinn að bjóða mér ásamt örugglega e-m fleirum í geim túmorrró, svo þar verður fönn!

En hvað segiði annars eruði nokkuð búin að taka niður jólin ??? :O/

Hitti Guðrúnu áðan á kaffihúsi og við kjöftuðum og kjöftuðum um heima & geima !!! Enduðum svo á að kíkja aðeins á útsölur ........
Hhmm, smaug mér bara rétt aðeins inn í Spútnik og ég labbaði út með stígvél og hatt ;(
En maður fékk þetta svosem á "spottprííííssss" :O)

3.1.05


Ofsa gott ad fá fisk, kartöflur og grænmeti eftir allar stòrsteikurnar :OD

Það er rugl að vera með myndavélasíma .... ;/

Myndina sendi ég

2.1.05

Nýársfagnaður 2005


Héldum í 6. sinn nýársfagnað hjá Helga Kristni í gær. Strákarnig voru búnir að vera að græja matinn allan daginn og urðum við stelpurnar sko heldur betur ekki fyrir vonbrigðum !!! Í forrétt var hreindýrapaté, í millirétt humarsúpa og í aðalrétt lambafille með sjúuuuuuklegri sósu nammi namm ... :OÞ
Spiluðum svo Popppunkt og Pictionary/actionary til 06:00 í morgun! Við höfðum pictionary-ið þannig að maður mátti ráða hvort maður vildi leika eða teikna. Hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar Helgi fékk orðið kastali og ætlaði að leika það frekar en teikna.... vá það var svo fyndið!!! Ímyndið ykkur e-n reyna að leika kastala ???? muhhahaaaaaaa.... soldið einfaldara að teikna :)

Yngri strákurinn hjá Helga & Lóu er aðeins 2 mánaða gamall og heitir Fannar Ingi........... aðalbrandarinn allt kvöldið var:
" Hvar er Fannar Ingi ???? "
"Ég veit það ekki ég fann ann iggi " :)
Síðan spurði Daði hvað ég væri gömul og ég sagðist vera 24 ára en bætti svo við að í febrúar yrði ég 25..... "já ef guð lofar" svaraði Daði... !!!!
Kannski ekki alveg eins fyndið í dag en váaaa hvað mér fannst þetta fyndið í gær.... :O)

1.1.05


Erum ì àrlegum nyarsfagnadi ì Kòpavoginum, fullt af ædislegum mat & drykk . . . . .:-D

Myndina sendi ég

Gleðilegt ár"Megi hamingjan hossa ykkur um ókomin ár......... " :O)

Knús & kossar ;O*
She