2.1.05

Nýársfagnaður 2005


Héldum í 6. sinn nýársfagnað hjá Helga Kristni í gær. Strákarnig voru búnir að vera að græja matinn allan daginn og urðum við stelpurnar sko heldur betur ekki fyrir vonbrigðum !!! Í forrétt var hreindýrapaté, í millirétt humarsúpa og í aðalrétt lambafille með sjúuuuuuklegri sósu nammi namm ... :OÞ
Spiluðum svo Popppunkt og Pictionary/actionary til 06:00 í morgun! Við höfðum pictionary-ið þannig að maður mátti ráða hvort maður vildi leika eða teikna. Hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar Helgi fékk orðið kastali og ætlaði að leika það frekar en teikna.... vá það var svo fyndið!!! Ímyndið ykkur e-n reyna að leika kastala ???? muhhahaaaaaaa.... soldið einfaldara að teikna :)

Yngri strákurinn hjá Helga & Lóu er aðeins 2 mánaða gamall og heitir Fannar Ingi........... aðalbrandarinn allt kvöldið var:
" Hvar er Fannar Ingi ???? "
"Ég veit það ekki ég fann ann iggi " :)
Síðan spurði Daði hvað ég væri gömul og ég sagðist vera 24 ára en bætti svo við að í febrúar yrði ég 25..... "já ef guð lofar" svaraði Daði... !!!!
Kannski ekki alveg eins fyndið í dag en váaaa hvað mér fannst þetta fyndið í gær.... :O)