ÁRIÐ 2004
Margt kemur í hugann þegar ég lít til baka yfir allt árið 2004. Það sem stendur samt upp úr á árinu er án efa KÍNAferðin í sumar. Þetta var þvílíka ævintýrið og sé ég sko ekki eftir að hafa drifið mig þó svo að ég hafi tekið góðan tíma í að ákveða mig ;/ Í Kína skoðuðum við m.a. Kínamúrinn og þriggja gljúfra stífluna sem er n.b. nánast 30 sinnum stærri en Kárahnjúkavirkjun svo þetta var mikið að sjá, sérstaklega fyrir okkur litlu verkfræðingana!
Ég útskrifaðist líka í ár sem mér þótti bara ágætis afrek og er þ.a.l. komin með B.Sc. gráðu í vasann :) og byrjaði að vinna á verkfræðistofunni VSÓ Ráðgjöf.
Á þessu ári var mikið um að vera hjá fjölskyldunna því það áttu gjörsamlega allir stórafmæli, Hólmfríður systir var t.d. 30. ára, Steinþór bróðir 40. ára, Pabbi 60. ára, amma 80. ára, síðan fermdist Gaui frændi og ég náttúrlega útskrifaðist, þ.a. það er sko búið að vera nóg að gera í veislunum þetta árið.
Í lok október fór ég síðan í frábæra stelpuferð til Köben, þar slógum við heimsmet í h&m kaupum, dönsuðum af okkur rassgatið og höfðum það bara ofsalega skemmtilegt.
Í desember ætlaði ég svo aldeilis að gera allt sem ég hef ekki gert síðastliðin ár og vera veeeel undirbúin fyrir jólin þar sem nú voru engin próf að spilla gleðinni en síðan endaði eiginlega með því að ég gerði akkúrat ekki neitt nema vera í vinnunni!!! En ég náði allavegana að kaupa allar gjafirnar og það er nú aðalatriðið...
En milli jóla & nýars er ég búin að slappa meira af en síðastliðin mörg ár til samans. Við Kristján erum búin að vera bæði í fríi og búin að hafa það yndislegt. Væri alveg til í að upplifa meira af svona afslappelsi í náinni framtíð... hehe :O)
Ég strengi alltaf áramótaheit á hverju ári en það hefur verið misjafnt hversu mikið ég stend við þau heit. Það áramótaheit sem ég held ég hafi samt staðið best við var þegar ég var 14 ára en þá ákvað ég að gera ALLTAF 300 magaæfingar og 50 armbeygjur á hverju kvöldi áður en ég færi að sofa...... ég sver það ég stóð við þetta!!! Síðan hætti ég einu sinni að borða nammi og það stóð í 7 ár... en þá kolféll ég ;(
Fyrir árið 2005 verður mitt áramótaheit ekki magaæfingar.........
Nei ég ætla að lofa mér því að vera betri við sjálfa mig !!!!!!!!!