31.7.03

VERSLÓ...
Jæja þá er komið að því - verslunarmannahelgin að bresta á!!! Hvað ætlar fólk svo að gera ???
Ég stefni á mikla læruhelgi á Sólheimum....... + gera e-ð skettlegt þar, reyna allavegana svona á milli lestursins ;O) Christína, Oddgeir & Tristan verða þar svo við ætlum að reyna að hittast e-ð svo er aldrei að vita nema Katrín & Steinar kíki, Katrín ætlar sennilega að læra með mér og aldrei að vita nema strákarnir elda e-ð girnilegt handa okkur ;O)
Annars væri ég MEST af öllu til í að vera á leiðinni á ÞJÓÐHÁTÍÐ!!! Hún klikkar aldrei og ég öfunda Hlín bara soldið mikið, nýkomin frá útlöndum og fer svo beint til eyja!
En maður er svo "skynsamur" svo maður verður bara í rólegheitunum að læra og kemur svo vonandi mun fróðari til baka!!! Er þaggi???

Skítaveður....
Hvað er málið með veðrið!!! Var á Stokkseyri að mæla og ég þurfti alveg að vera í gúmmístígvélum ;O) Það er alveg ekta haustveður, grenjandi rigning og hávaðarok. Langar aftur í sólina, samt ætti maður nú að nýta tímann vel í þessu leiðindaveðri og LÆRA! Hvernig væri það.......... hmmmmm

30.7.03

Jæja....
E-ð hefur farið litið fyrir bloggskrifum mínum undanfarið - en nú á að bæta úr því!!!
Það er svosem búið að vera nóg að snúast, helstu viðburðirnar eru þeir að hún Sóley Dan er mætt á klakann eftir rúmt hálft ár í Danaveldi. MÍ tók auðvitað vel á móti stúlkunni á fimmtudagskvöldið síðasta í nýju íbúðinni hennar Esterar. Sátum og spjölluðum langt fram eftir og fengum að vita um danska lífið hennar með öllum smáatriðum.... hí hí
Á föstudaginn eftir vinnu komu Bryndís & Kolfinna Mist á Stokkseyri, tók fullt af ýkt sætum myndum af Kollu sem ég set innan skamms á netið.
Helgin síðasta átti síðan að fara ÖLL í lærdóóóóóm, en e-ð fór nú lítið fyrir því!!!! Það er bara meira en að segja það að ætla að læra yfir sumartímann ;O( En núna er ég alveg að komast í fluggírinn - ég finn það á tánum.
Christína og Tristan litli komu svo til Silju sinnar á sunnudeginum og höfðum við það ofsa gaman saman. Fórum á fjöruborðið, ætluðum reyndar bara að fá okkur köku en svo enduðum við í humri...... Christína hafði nefnilega aldrei smakkað hann svo það var ekki annað hægt! Eftir mikið át fórum við svo á Selfoss því Tristan var alveg æstur í að hitta vinkonu sína hana Daníelu!!! Vá hvað var krúttlegt að sjá þau leika sér saman ;O) Tók líka fullt af myndum af þeim saman sem koma bráðum á síðuna.

22.7.03

Sveitaferðin mikla...
Heimsótti í dag nánast alla sveitabæina í Ölfusinu. Tilgangurinn var sá að fá upplýsingar um hesthús, hlöður, fjárhús o.s.frv..... til að geta sett inn matshlutanúmer.
Bændurnir tóku vel á móti mér svo þetta var gríðarlega hressandi allt saman!!!

STÓRAFMÆLI....
Vil fá að óska henni Áslaugu Dís, mágkonu minni, innilega til hamingju með daginn. Hún orðin fertug stúlkan. Er einmitt að fara í þrusuveislu hjá henni í kvöld ;O)

18.7.03

27°C hiti........
Alveg er yndislegt að vera mælingamaður þegar veðrið er eins og í dag!!!
Annars er það að frétta að ég er að fara á "Þverkelduhátíð" sem er ættarmót hjá frændsystkinum hans Kristjáns, semsagt bara allt unga liðið. Hátíðin er haldin í Skógsnesi í Gaulverjabæ þar sem Kristján Eldjárn (afi hans Kristjáns) býr. Þar verður örugglega hörkufjör alla helgina, tala nú ekki um ef veðrið verður svona áfram........
Annars segi ég bara góða helgi c";)

ÞVÍLÍK BONGÓBLÍÐA............
Ég var í mælingum á Nesjavöllum frá 8-4 í gær í svo mikilli steik að ég hef aldrei lent í öðru eins og þá meina ég ALDREI!!! Ég var í gallabuxum og þær svoleiðis límdust við mig. Þegar ég kom svo á Selfoss sá ég á mælinum að það voru 25°C.................. pæliði í því tuttuguogfimmstigahiti!!! Hvað er fólk að flykkjast til sólarlanda segi ég nú bara c";)
Það besta við þetta er að ég held að veðrið verði alveg eins í dag!!!

14.7.03

KRÍT
Langar svo í sumarfrí................. ;O(
Spurning hvort maður á að leyfa sér það í eins og eina viku áður en skólinn byrjar - ég meina af hverju ekki !!!

ÚLFLJÓTSVATN......
Ég, Kristján, Gaui & Elísa skelltum okkur í fjölskylduferð Nýherja á Úlfljótsvatn núna um helgina. Við skemmtum okkur aldeilis vel fyrir utan grenjandi rigningu + mý dauðans!!!
Við vorum komin á föstudagskvöldið og tókum því bara nokkuð rólega það kvöldið, svo var tekið á því í brjálaðri dagskrá á laugardeginum.......... vatnasafarí, kajakar, kanóar, bátsferð, klifur, sig, hoppukastali, þrautahringur og ég veit ekki hvað og hvað!!! Síðan meðan mesta demban var þá fundum við okkur skjól inn í tjaldi og spiluðum Matador.... aldeilis hressandi. Svo var grill í boði Nýherja um kvöldið (grillað heilt lamb á teini....nammi namm) og svo brekkusöngur og brenna. Semsagt heljarinnar stemming, við Elísa fórum svo að sofa rétt eftir 01.00 en unglingarnir (Kristján + Gaui) fengu að vera aðeins lengur.
Vöknuðum svo á sunnudeginum og þá var okkur boðið upp á grillaðar pylsur og flottheit... brunuðum svo í bæinn. Prýðileg helgi !!!

9.7.03

Ásdís Jóh orðinn bloggari !!!
Velkominn í samfélagið.....

7.7.03

AFMÆLI....
Afmælisbarn dagsins í dag er enginn annar en hann Pabbi - til hamingju ;O)

Skógar
Frábær helgi.......... heppnaðist þrusuvel ;O) Hittumst nokkur úr TMC á föstudagskvöldið á KFC á Selfossi, keyrðum svo á Skóga og vorum komin um 22:00.
Þá var hressleiki kominn í fólk - svo við drifum okkur að tjalda og gera allt klárt!
Síðan var sungið og trallað langt fram á nótt í geggjuðu veðri ;O) Vöknuðum svo um hádegi á laugardeginum og undirbjuggum okkur fyrir "Skógaleikana 2003" en þar var m.a. keppt í skókasti, tátappakasti og reiptogi og mitt lið varð í 2. sæti !!! Ótrúlegur árangur....... ;O)
Síðan var öllum boðið upp á pulsur og hamborgara.
Vil fá að þakka Danna og Strúnu fyrir hýsinguna í þessu líka þvílíka hústjaldi sem þau mættu með............... sem reddaði okkur gjörsamlega meðan mesta rigningin var!
Semst "dúndur" helgi.

2.7.03

THE MATH CLUB.............
TMC er kominn með sitt eigið blogg www.themathclub.blogspot.com

Skógar 2003..............
Hverjir ætla á Skóga næstu helgi????????????????????????????????
Allir að muna að prenta út Skóga-söngbókina !!!

VAÐNES......
Ása Ninna, Patti Pó (Patrekur Thór) og Sibbulíus voru upp í bústað í gær svo mér var boðið að koma. Það var svo langt síðan ég hafði séð Patrek að mér nánast brá, hann er orðinn svo stóóóóór...... og ýkt mikið krútt, svoo krúsilegur!!!
Sibba grillaði lambasteik með bernes og öllu ;OÞ Svo var ís með rjóma, jarðarberjum og sósu í eftirrétt, fyrir utan allt helv. nammið sem tók við á eftir ísnum.
Amma Sibba vildi endilega fá að svæfa litla strákinn sinn svo við Ása Ninna fórum bara í heita pottinn á meðan og lágum þar í rúman klukkutíma.
Síðan gisti ég bara hjá þeim og keyrði svo í vinnuna á Selfoss í morgunsárið......
E-ð er maður að gista hér & þar þessa dagana, fös+ lau í Gbæ, sun á Sólheimum, mán á Stokkseyri og svo þri í Vaðnesi......... hvar ætti ég svo að gista í nótt !!!! Kannski bara í Barcelona hjá senor Kristjani Eldjárn!!! Hver veit ......

Jæja......
Svosem búið að vera nóg að snúast undanfarna daga!!! Það gekk vel að passa prinsessuna um helgina svo kíkti ég í afmælisteiti til Bryndísar á laugardagskvöldið. Þar klíkkaði stúlkan hún Bryndís ekki á veitingunum, þvílíkt hlaðborð!!! Svo fór ég bara heim um 3 þegar þær voru allar á leiðinni í bæinn.
Á sunnudagskvöldið keyrði ég svo í sæluna á Sólheima og gisti þar, fékk eplaréttinn hennar mömmu og svl ;OÞ

1.7.03

Jæja gott fólk..........