7.7.03

Skógar
Frábær helgi.......... heppnaðist þrusuvel ;O) Hittumst nokkur úr TMC á föstudagskvöldið á KFC á Selfossi, keyrðum svo á Skóga og vorum komin um 22:00.
Þá var hressleiki kominn í fólk - svo við drifum okkur að tjalda og gera allt klárt!
Síðan var sungið og trallað langt fram á nótt í geggjuðu veðri ;O) Vöknuðum svo um hádegi á laugardeginum og undirbjuggum okkur fyrir "Skógaleikana 2003" en þar var m.a. keppt í skókasti, tátappakasti og reiptogi og mitt lið varð í 2. sæti !!! Ótrúlegur árangur....... ;O)
Síðan var öllum boðið upp á pulsur og hamborgara.
Vil fá að þakka Danna og Strúnu fyrir hýsinguna í þessu líka þvílíka hústjaldi sem þau mættu með............... sem reddaði okkur gjörsamlega meðan mesta rigningin var!
Semst "dúndur" helgi.