18.7.03

27°C hiti........
Alveg er yndislegt að vera mælingamaður þegar veðrið er eins og í dag!!!
Annars er það að frétta að ég er að fara á "Þverkelduhátíð" sem er ættarmót hjá frændsystkinum hans Kristjáns, semsagt bara allt unga liðið. Hátíðin er haldin í Skógsnesi í Gaulverjabæ þar sem Kristján Eldjárn (afi hans Kristjáns) býr. Þar verður örugglega hörkufjör alla helgina, tala nú ekki um ef veðrið verður svona áfram........
Annars segi ég bara góða helgi c";)