14.7.03

ÚLFLJÓTSVATN......
Ég, Kristján, Gaui & Elísa skelltum okkur í fjölskylduferð Nýherja á Úlfljótsvatn núna um helgina. Við skemmtum okkur aldeilis vel fyrir utan grenjandi rigningu + mý dauðans!!!
Við vorum komin á föstudagskvöldið og tókum því bara nokkuð rólega það kvöldið, svo var tekið á því í brjálaðri dagskrá á laugardeginum.......... vatnasafarí, kajakar, kanóar, bátsferð, klifur, sig, hoppukastali, þrautahringur og ég veit ekki hvað og hvað!!! Síðan meðan mesta demban var þá fundum við okkur skjól inn í tjaldi og spiluðum Matador.... aldeilis hressandi. Svo var grill í boði Nýherja um kvöldið (grillað heilt lamb á teini....nammi namm) og svo brekkusöngur og brenna. Semsagt heljarinnar stemming, við Elísa fórum svo að sofa rétt eftir 01.00 en unglingarnir (Kristján + Gaui) fengu að vera aðeins lengur.
Vöknuðum svo á sunnudeginum og þá var okkur boðið upp á grillaðar pylsur og flottheit... brunuðum svo í bæinn. Prýðileg helgi !!!