30.7.03

Jæja....
E-ð hefur farið litið fyrir bloggskrifum mínum undanfarið - en nú á að bæta úr því!!!
Það er svosem búið að vera nóg að snúast, helstu viðburðirnar eru þeir að hún Sóley Dan er mætt á klakann eftir rúmt hálft ár í Danaveldi. MÍ tók auðvitað vel á móti stúlkunni á fimmtudagskvöldið síðasta í nýju íbúðinni hennar Esterar. Sátum og spjölluðum langt fram eftir og fengum að vita um danska lífið hennar með öllum smáatriðum.... hí hí
Á föstudaginn eftir vinnu komu Bryndís & Kolfinna Mist á Stokkseyri, tók fullt af ýkt sætum myndum af Kollu sem ég set innan skamms á netið.
Helgin síðasta átti síðan að fara ÖLL í lærdóóóóóm, en e-ð fór nú lítið fyrir því!!!! Það er bara meira en að segja það að ætla að læra yfir sumartímann ;O( En núna er ég alveg að komast í fluggírinn - ég finn það á tánum.
Christína og Tristan litli komu svo til Silju sinnar á sunnudeginum og höfðum við það ofsa gaman saman. Fórum á fjöruborðið, ætluðum reyndar bara að fá okkur köku en svo enduðum við í humri...... Christína hafði nefnilega aldrei smakkað hann svo það var ekki annað hægt! Eftir mikið át fórum við svo á Selfoss því Tristan var alveg æstur í að hitta vinkonu sína hana Daníelu!!! Vá hvað var krúttlegt að sjá þau leika sér saman ;O) Tók líka fullt af myndum af þeim saman sem koma bráðum á síðuna.