31.7.02

STUTT Í VERSLÓ!!!
Hvað ætlar fólk að gera um sjálfa Verslunarmannahelgina...................................... mér finnst einhvernveginn enginn ákveðinn hvað hann ætli að gera.
Ég er allavegana að fara í bústað og hlakka geðveikt til :O)

Við Bryndís fórum í smá göngutúr í gær með Kolfinnu Mist og ég er að tala um það að ég svaf ekkert í nótt út af verkjum í fótunum !!!
Ég get svarið það - maður er í svo svakalegu formi að maður lifir ekki af smá ark, ég meina við vorum með Kolfinnu Mist í kerru með okkur svo ég er ekki að tala um neina hörkugöngu !!! Ég held að Baðhúsið sé alveg málið í september :O(

29.7.02

Guðrún hans Gunnars kom snoðuð til okkar í gær!!! Hún er að vinna á Space og ákvað að láta bara allt fjúka (er með ca 3 cm hár). Ég var ekki alveg að ná þessu þegar hún sagði mér þetta í gegnum síma og gat engan veginn ímyndað mér hvernig þetta væri!!!!!!! En þetta er klikkað - hún ber þetta ekkert smá vel - nú finnst mér fáránlegt að hún hafi einhvern tímann verið með hár!

Bryndís og Kolfinna Mist, sætustu mæðgurnar á Stokkseyri (þótt víðar væri leitað) voru að fara frá mér! Alltaf jafn gaman að sjá þær!!! Kolfinna náði að detta á 8 stöðum í húsinu + útí garði, geri aðrir betur. Hún er sko mesti prakkarinn og verður 2.ára 8.ágúst ...............ótrúlegt............ Bryndís vinkona mín á orðið tveggja ára gamalt barn - shit hvað tíminn er fljótur að líða, hún verður búin að ferma áður en maður veit af!

Ég er búin að vera í einskonar long-distance sambandi í sumar. En þegar ég var búin í prófunum í mai (búin að eiga heima út í skóla í marga mánuði), og flutti á Stokksyri, þá byrjaði Kristján í þvílíkri prófatörn + það að vera í fullri vinnu. Hann var svo að klára sín próf fyrir 2 vikum og stóð sig eins og hetja! Þannig að ég hef í rauninni lítið hitt þennan ímyndaða kærasta minn þetta sumarið................. eða fyrr en hann kláraði þessi blessuðu próf sín og tók sér loks 3 vikna sumarfrí! En í gær lauk sumarfríinu svo ætli ég sjái hann ekki næst með haustinu..... :O(

Bloggið búið að liggja niðrí í marga, marga daga en svo allt í einu hrúguðust skriftirnar mínar inn!!!
Um helgina átti að vera veryvery "ger'ekki neitt" helgi..............., bara í mesta lagi liggja í náttfötunum upp í sófa og horfa jafnvel svona til tilbreytingar á TVið!
Þetta byrjaði allt saman rólega, Kris eldaði ofsa góðan pastarétt fyrir okkur & mömmu og pabba á Stokkseyri en kvöldið endaði svo með því að bruna til Rvk á Gaukinn .O( Við fórum á frumsýningar-myndbandspartý + ball með Írafár. Svo kíkti ég líka í partý hjá Dísu Skvísu úr verkfræðinni - semsagt hörku fjör og sveittir bossar þetta kvöldið!
Laugardagurinn var samt nokkuð rólegur - borðuðum fjölskyldan heima hjá Hólmfríði og leigðum svo video, sem við reyndar sváfum svo yfir.
Gunnar og Guðrún komu á sunnudaginn og við skelltum okkur í langan og góðan ísbílúr, lentum svo í gulrótarköku hjá fyrirmyndar húsmóðurinni, henni systir minni :O)
Um kvöldiö fengum við Kristján svo að passa most krútt in the world, hana Daníelu! Okkur gekk bara ágætlega - tók samt smá tíma að svæfa hana því alltaf ef hún rétt andaði vildi Kristján taka hana upp (gaf þá skýringu að hann hafi ekki fengið að halda nóg á henni um daginn) en þegar þau komu heim lágum við 3 upp í rúmi dolfallin af nýja barninu okkar :O)

26.7.02

Það er komin helgi................................

23.7.02

Af hverju virkar þetta bloggara-dót ekki ????????????????????? :O(

Þetta var engin smá helgi !!!!!!!!!!
Ættarmóts-útilega, brúðkaup og skírn, semsagt nóg að gera :O)

19.7.02

Það er klikkað veður!!! Fór í hádeginu til Ellu, mömmu hans Kristjáns í kjötsúpu - nammi namm :OÞ
Annars er ég bara að bíða eftir að komast út í góða veðrið og bruna á Þverkelduhátíðina miklu. Þverkelduhátíð er svona eiginlega ættarmót en samt ekki, heldur eru það öll frændsystkin hans Kristjáns sem koma saman í útilegu heila helgi.
Svo er aldrei að vita nema ég hitta hana Bryndísi mína og Kolfinnu Mist sætustu, eftir vinnu :O)

18.7.02

Jíbbííííííí------------------------------------------------ er að fara í klippingu og litun í dag, get ekki beðið - er núna með gult hár, allt út í loftið eins og Tina Turner!

17.7.02

Þverkelduhátíðin er næstu helgi sem þýðir að það er svaka útilega framundan............ :o)

Það var stemming í Þórsmörk síðustu helgi!!!
Fórum með Nýherja, vinnunni hans Kristjáns og tókum Guðjón Eggert & Elísu Gróu (litlu frændsystkinin mín) með. Það var búin til stífla í ánni, farið í göngu, skoðað helli, brenna, fjöldasöngur, heilt lamb á teini o.s.frv...... Þetta var algjör ævintýraferð þrátt fyrir hrikalega rigningu, gjörsamlega eins og hellt úr fötu á laugardeginum, fram að kvöldmat. Fórum í gönguna meðan demban var en það var bara gaman - allir að detta, svo sleipt og svo þurfti að smúla drulluna af sumum. Mér leið svona eins og þegar maður var lítill í pollagalla útí grenjandi rigningu, allur út í drullu. Var búin að gleyma hvað það er gaman :O) :O) :O) En eftir gönguna vorum við bara inn í tjaldi í kósý-fíling að spila ólsen ólsen fram að mat! Semsagt - skemmtum okkur konunglega og stóðum okkur bara ágætlega held ég í foreldrahlutverkinu :O)

10.7.02

Þær eiga afmæli í dag, þær eiga afm.......................................... Sóley & Ester eru 22 ára í dag !!!!
Til hamingju krúttin mín og njótiði þess í botn að vera ammmmmælisbörn :O)

nammi nammi namm................ mæli með Tapasbarnum :OÞ
Við M.Í. stelpurnar fórum út að borða í gær í tilefni af því að Ester og Sóley voru alveg að fara að eiga ammmmmæli!
Fengum hrikalega góðan mat, allskonar smárétti - ég fékk mér t.d. "kjúklingalundir á spjóti", "blandaðar ólívur frá Seville" & "patatas bravas". Sóley fékk sér "Tapas Nautabanans" og vá ég hef aldrei séð jafn mörg kíló af kjöti á einum disk.
Eftir matinn var svo Stoney hennar Katrínar rosa sætur, búinn að kaupa fullt af ís og sósum og nammi og bauð okkur í eftirrétt. Takk fyrir það Steinar :O)
Semsagt velheppnuð útaðborðaafmælisferð.

9.7.02

Byrjuðum á að fara í Fljótshlíðina að grilla með Ester og Kidda - drógum þau svo með okkur á Skóga.
Þegar við vorum búin að tjalda og koma okkur fyrir, hófst leit að litlu hressu verkfræðivinunum!
Við löbbuðum áfram og þegar Silja kom auga á allan hópinn hlóp hún af stað (hratt) og öskraði svona "hæ" og veifaði um leið!!! En Silja tók ekki eftir að band frá einu tjaldinu var hælað niður & einhvern veginn tókst mér að sjá það ekki :o( Þannig að ég tókst á loft og gjörsamlega sveif í áttina til krakkana - og hrundi svo niður! Ég er að tala um að allt tjaldsvæðið horfði á !!! Semsagt Silja Hrund mætt á Skóga.......

SKÓGAR 2002 !!!!!!!!!!!!! Maður semsagt endaði á Skógum eftir allt saman og hefði ekki viljað missa af ;O)
Katyline kom á Stokkseyri um hádegi á laugardag og vorum bara í rólegheitunum þar í vínarbrauði og fleiru þar til að við hittum Binnu okkar á Selfossi - þá hafði hún komið með flutningabílnum frá Reykjavík og verið sett út fyrir utan Krónuna. Þar beið og beið Bin bin í rúman hálftíma - (viljandi gert til að kenna henni smá lexíu! ) Allir skilja sem þekkja Binster :O) En allavega - á endanum komum við upp á Selfoss og hittum Bin og versluðum saman grillmat og nokkur kíló af nammi til að hafa með í ferðalagið mikla!

Þóra og Gunni komu í grjónagraut og kalt slátur "a la Silja Hrund" á fimmtudagskvöldið - þau fengu þennan dýrindis mat fyrir að vera dugleg að heimsækja Silju sína í sveitina :O)

3.7.02

Á ég að fara á Skóga, á ég ekki að fara á Skóga, á ég að far............................................................... 8O#

1.7.02

Var að koma úr göngutúr, labbaði að Skipum og til baka - samtals 5 km !!! Ætlaði varla að koma mér heim vegna þreyta - hélt að ég yrði að húkka far til baka! En mér tókst það.......... Silja - þú ert HETJA :O)

Mikil látalæti urðu í kvöldmatnum hjá fjölskyldunni um daginn!!!!!!!!!!! Það var HESTUR í garðinum. Hann var semsagt búin að vera að tæta upp fallegu blómin hennar mömmu meðan við vorum í rólegheitunum að fá okkur grjónagraut. Pabbi hljóp út með skóhorn (?) og náði á endanum að koma hestinum út - en þar fór 30 ára garðvinna í súginn.............. :O(

Laugardagurinn var sumar & sól! Við Kris trítluðum niðri bæ. Fórum fyrst á Laugaveginn að kaupa afmælisgjöf handa Bryndísi Al. Vorum svo bara í rólegheitum að njóta veðursins, keyptum ís og komum við hjá Þóru í Kúnígúnd og svona! En svo um 20:00 var afmæli hjá Bryndísi! Hrikalega gaman og mikið kjaftað og látið eins og fífl. Vorum þar til 2 en þá var drifið sig í bæinn.

Á föstudaginn fór ég í höfuðborgina! Nýherji (vinnan hans Kris) var með grill og gleði í Heiðmörk.
Við löbbuðum frá Garðabænum - geðveikt dugleg :O) Þar var mikið gaman og mikið fjör, grillaðar
lamba- & svínasteikur, og allt með því. Og svo var meira að segja eftirréttur - grillaðir bananar
með súkkulaði, ís & rjóma :OP Ekki slæmt það.

Vá það er svo margt sem ég á eftir að segja ykkur!
Á miðvikudaginn kom M.Í. (Matarklúbbur Íslands) í boð á Sæberg.
Það var Silja Hrund sem var boðhaldari í þetta skiptið og renndu því
borgarskutlurnar í mat til sveitapíunnar á Stokkseyri.
Ég var með geðveikislega góðan mat, þó ég segi sjálf frá (sjá uppskriftir M.Í.)
og að venju lágum við afvelta í stofunni fram eftir. (En bara svo að þið vitið það
að þá eru M.Í. meðlimir mestu mathákar Í HEIMI !!! )
En þegar við vorum búnar aðháma í okkur eftirréttinn og nokkur kílói af nammi
þá skelltum við okkur í kvöldgöngu og ég var eins og sannur leiðsögumaður að
sýna og segja frá því merkilegasta á staðnum.
En nóg um það!
Á fimmtudaginn eftir vinnu fékk ég loksins að passa mesta krúttið mitt, hana Daníelu.
Hólmfríður fór hinu megin við götuna í klippingu. Það var voða gaman hjá okkur, fór út að
labba með hana í vagninum og fílaði það í tætlur þegar allir fóru að spurja mig hvenær ég
hefði átt :O) Semsagt nýjasta kjaftasagan á Suðurlandi í dag, ekki að Silja sé ólétt, heldur að hún
eigi orðið 6 mánaða gamalt barn!
Eftir mömmuleikinn komu Þóra og Gunnar í heimsókn.
Gunnar var að fara á fótboltaæfingu á Stokkseyri (hvar annars staðar!) en hann spilar
með því landsfræga liði FC Tantra.... við Þóra pöntuðum okkur bara pizzu & kjöftuðum
og kjöftuðum á meðan.