9.7.02

Byrjuðum á að fara í Fljótshlíðina að grilla með Ester og Kidda - drógum þau svo með okkur á Skóga.
Þegar við vorum búin að tjalda og koma okkur fyrir, hófst leit að litlu hressu verkfræðivinunum!
Við löbbuðum áfram og þegar Silja kom auga á allan hópinn hlóp hún af stað (hratt) og öskraði svona "hæ" og veifaði um leið!!! En Silja tók ekki eftir að band frá einu tjaldinu var hælað niður & einhvern veginn tókst mér að sjá það ekki :o( Þannig að ég tókst á loft og gjörsamlega sveif í áttina til krakkana - og hrundi svo niður! Ég er að tala um að allt tjaldsvæðið horfði á !!! Semsagt Silja Hrund mætt á Skóga.......