1.7.02

Vá það er svo margt sem ég á eftir að segja ykkur!
Á miðvikudaginn kom M.Í. (Matarklúbbur Íslands) í boð á Sæberg.
Það var Silja Hrund sem var boðhaldari í þetta skiptið og renndu því
borgarskutlurnar í mat til sveitapíunnar á Stokkseyri.
Ég var með geðveikislega góðan mat, þó ég segi sjálf frá (sjá uppskriftir M.Í.)
og að venju lágum við afvelta í stofunni fram eftir. (En bara svo að þið vitið það
að þá eru M.Í. meðlimir mestu mathákar Í HEIMI !!! )
En þegar við vorum búnar aðháma í okkur eftirréttinn og nokkur kílói af nammi
þá skelltum við okkur í kvöldgöngu og ég var eins og sannur leiðsögumaður að
sýna og segja frá því merkilegasta á staðnum.
En nóg um það!
Á fimmtudaginn eftir vinnu fékk ég loksins að passa mesta krúttið mitt, hana Daníelu.
Hólmfríður fór hinu megin við götuna í klippingu. Það var voða gaman hjá okkur, fór út að
labba með hana í vagninum og fílaði það í tætlur þegar allir fóru að spurja mig hvenær ég
hefði átt :O) Semsagt nýjasta kjaftasagan á Suðurlandi í dag, ekki að Silja sé ólétt, heldur að hún
eigi orðið 6 mánaða gamalt barn!
Eftir mömmuleikinn komu Þóra og Gunnar í heimsókn.
Gunnar var að fara á fótboltaæfingu á Stokkseyri (hvar annars staðar!) en hann spilar
með því landsfræga liði FC Tantra.... við Þóra pöntuðum okkur bara pizzu & kjöftuðum
og kjöftuðum á meðan.