29.7.02

Bloggið búið að liggja niðrí í marga, marga daga en svo allt í einu hrúguðust skriftirnar mínar inn!!!
Um helgina átti að vera veryvery "ger'ekki neitt" helgi..............., bara í mesta lagi liggja í náttfötunum upp í sófa og horfa jafnvel svona til tilbreytingar á TVið!
Þetta byrjaði allt saman rólega, Kris eldaði ofsa góðan pastarétt fyrir okkur & mömmu og pabba á Stokkseyri en kvöldið endaði svo með því að bruna til Rvk á Gaukinn .O( Við fórum á frumsýningar-myndbandspartý + ball með Írafár. Svo kíkti ég líka í partý hjá Dísu Skvísu úr verkfræðinni - semsagt hörku fjör og sveittir bossar þetta kvöldið!
Laugardagurinn var samt nokkuð rólegur - borðuðum fjölskyldan heima hjá Hólmfríði og leigðum svo video, sem við reyndar sváfum svo yfir.
Gunnar og Guðrún komu á sunnudaginn og við skelltum okkur í langan og góðan ísbílúr, lentum svo í gulrótarköku hjá fyrirmyndar húsmóðurinni, henni systir minni :O)
Um kvöldiö fengum við Kristján svo að passa most krútt in the world, hana Daníelu! Okkur gekk bara ágætlega - tók samt smá tíma að svæfa hana því alltaf ef hún rétt andaði vildi Kristján taka hana upp (gaf þá skýringu að hann hafi ekki fengið að halda nóg á henni um daginn) en þegar þau komu heim lágum við 3 upp í rúmi dolfallin af nýja barninu okkar :O)