Ég er búin að vera í einskonar long-distance sambandi í sumar. En þegar ég var búin í prófunum í mai (búin að eiga heima út í skóla í marga mánuði), og flutti á Stokksyri, þá byrjaði Kristján í þvílíkri prófatörn + það að vera í fullri vinnu. Hann var svo að klára sín próf fyrir 2 vikum og stóð sig eins og hetja! Þannig að ég hef í rauninni lítið hitt þennan ímyndaða kærasta minn þetta sumarið................. eða fyrr en hann kláraði þessi blessuðu próf sín og tók sér loks 3 vikna sumarfrí! En í gær lauk sumarfríinu svo ætli ég sjái hann ekki næst með haustinu..... :O(
<< Home