30.1.06

Gleðilegan mánudag...

Helgin búin og ný vika tekin við og bráðum nýr mánuður.

Þetta er svona það helsta sem einkenndi vikuna sem leið:
*Ljúffengt matarboð hjá Katrínu & Steinari
*Prjónanámskeið
*Mígreni
*Matarklúbbur Íslands samankomin í íslenskri kjetsúpu í Garðastrætinu
*Jóga
*Steinþór bróðir og co komu í heimabakaðar pizzur og idolhorf
*Kveðjupartý
*Framkvæmdagleði sem endaði með mörgum Ikea-ferðum

26.1.06

Ég er...
orðin húkkt á prjóneríi – jiii dúddda míííía
Langar helst að sitja heima og prjóna öllum stundum!!!
Er núna að verða búin með ofsa fína peysu sem ég n.b. byrjaði á þegar ég var 13. ára gömul :/
Já ekki búið að taka nema rétt rúmlega 12 ár að klára gripinn, svo er ég líka að byrja á mjög krúttaralegum bangsagalla ásamt öllum prufustykkjunum sem við erum að gera á námskeiðinu. Ég verð síðan mjög sátt ef ég verð búin að læra að gera vettlinga og ullarsokka áður en námskeiðinu líkur, finnst algjört möst að kunna það!

24.1.06



PyyyyLSUR...

Hrikalega eru pylsurnar á Bæjarins bestu góðar *slurp-slurp*
Nú fer ég þarna fram hjá ansi oft og þar er alltaf röð, alveg sama hvort klukkan er 3 á miðjum degi, kvöld, morgun eða nótt..... alltaf röð!!!
Þar bíður fólk í kuldanum einungis til þess að geta hámsað í sig gómsætri pylsu með öllu og skolað henni niður með ískaldri kóka-kóla.
Alveg minn uppáhalds veitingastaður, fær 10 * frá mér :0)

23.1.06

Það var aldrei að maður skellti sér í leikhús....

Fórum að sjá Woyzeck í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið. Hef heyrt mjög misjafnar skoðanir hjá þeim sem hafa séð þetta leikrit, annað hvort finnst fólki þetta algjört æði eða hrikalega boring! Ég tilheyri seinni hópnum... fannst bara hreint út sagt grútleiðinlegt :( Held mér hafi aldrei leiðst svona mikið í leikhúsi, ég beið bara eftir að sýningin yrði búin. Reyndar var tónlistin mjög góð, Nick Cave alveg að standa sig. Ég var bara svo hissa þegar þetta var búið að ég fékk eiginlega hláturskast. Yfirleitt finnst mér alltaf ofsalega gaman í leikhúsi hvort sem ég fer á gamanleikrit eða mjög þung verk, þá labba ég yfirleitt mjög sátt út að sýningi lokinni en þetta var bara aðeins of súríalískt fyrir mig, góðan daginn!!!!!!

17.1.06

zzzzz...
Búin að fara allt of seint að sofa undanfarið... úfff nú verð ég að fara snemma uppí í kvöld og hananú!
En margt skemmtilegt verið brallað síðastliðna daga. Helgin síðasta var hin fínasta, kíkti aðeins út á lífið á föstudagskvöldið ansi óvænt. Laugardagurinn var síðan í rólegri kantinum, prjónaði bara langt fram á nótt.
TMC hittist síðan í Brunch á sunnudeginum, vorum líka að kveðja Stebba sem er aftur stungin af til Sverige. Hben & Ka kíktu svo á mig um kvöldið, orðið ansi langt síðan englarnir hans Steina komu saman svo það var mikið talað og mikið kjaftað.
Í gærkvöldi var Enjo kynning heima en það eru einhvers konar þrífugræjur og það kom fólk hvaðanæva af landinu til að fræðast um tuskur ofl. ;) Leist bara ágætlega á þessar vörur og þetta endaði í roknasölu. Nú er ég allavegana einni moppunni ríkari svo það er bara –skúra---skrúbba---bóna--- framundan hjá mér.

13.1.06



Ofsalega var notalegt að líta út um gluggann í morgun og sjá allt á kafi í snjó.
Vonandi helst hann eitthvað lengur...

En það er komin helgi sem er jákvætt, hvað ætlar fólk annars að gera af sér um helgina?

12.1.06

skemmtiatriði gærdagsins....
Við Christina erum byrjaðar á prjónanámskeiði einu sinni í viku. Fyrsti tíminn var í gær og fengum við okkur að borða á Svarta Kaffi á undan. Svo sem allt í lagi með það nema þegar við stöndum upp til að borga þá vægast sagt “flýg” ég á hausinn.... það hafði verið snjór undir fínu skónum mínum sem varð til þess að ég rann yfir allan salinn og skall svo niður og braut sennilega á mér hnéskelina :( Þetta skemmtiatriði mitt vakti mikla ánægju áhorfenda sem reyndu að bæla niður í sér hláturinn! Ég borgaði og labbaði út!
Jæja svo drifum við okkur á prjónanámskeiðið og svei mér þá ef ég verð ekki bara orðin atvinnumaður í prjónaskap eftir þessi 6 skipti. Reyndar kom í ljós að allar 10 sem voru á námskeiðinu fitjuðu upp vitlaust, hmmm það var svona það eina sem ég var viss um að kunna :/ en nei nei við áttum að gera silfurfit sem er víst mun endingarbetra og ég tala nú ekki um smekklegra en það fit sem mér og flestum var kennt í barnæsku.
Allavegana við förum af prjónanámskeiðinu og hlaupum í kuldanum út í bíl. Ég starta bílnum og svo hrópar Christína “hvað gerðist fyrir spegilinn ??? “ Ég lít til vinstri og sé þá að þar er enginn spegill og unitið fyrir spegilinn gjörsamlega í henglum rétt hékk á. Á götunni lá síðan sjálfur spegillinn í molum. Það hefur semsagt e-r aldeilis dúndrað utan í bílinn og rústað speglinum og bara keyrt í burtu!!!! En sá bíll hlýtur að vera nett rústaður á hliðinni eftir þennan skandal.

Allavegana... þetta var svona dæmigerður miðvikudagur hjá mér í miðborg Reykjavíkur.
Holy moly svo er það föstudagurinn 13. á morgun, spurning um að vera bara heima :/

10.1.06

janúar...
æ-i ég er ekkert sérstaklega hrifin af þessum mánuði, get ekki að því gert en mér finnst allt svo tómlegt. Jólin búin, jólaskrautið farið niður (reyndar ekki enn hjá mér), nýtt ár að hefjast og allt á svo miklum byrjunarreit. Skítkalt úti, allur peningur búinn, ónýtur magi eftir allt átið og ekkert að gerast. Lægð yfir öllu.

8.1.06

Fínasta helgi að baki, brunaði á föstudaginn á Sólheima og gisti þar alla helgina. Mikið afslappelsi og fínheit en á laugardeginum var þrettándabrennan haldin sem hafði verið frestað kvöldinu áður vegna veðurs. Á brennunni var mikið fjör, byrjaði með skrúðgöngu með álfakóng og drottningu, grýlu og leppalúða, jólasveinum og fullt af fólki í hinum ýmsum búningum. Svo voru sungin nokkur lög en þá kom bandbrjálað veður, bylur og læti svo allir hlupu á kaffihúsið í heitt súkkulaði og piparkökur.
Var að tæma myndavélina en hún var stútfull af myndum frá jólunum, læt nokkrar fylgja hérna...


Við Kristján héldum okkar fyrsta jólaboð á jóladag og buðum stórfjölskyldunni í mat, hér er allt að verða klappa & klárt og fyrstu gestirnir komnir í hús


Mikael Fannar & Daníela biðu spennt eftir hangikjetinu


Hér erum við mætt í hina árlegu gamlársveislu hjá Steinþóri bróðir og allir í miklu áramótaskapi


Vitiði hver við erum ???


Það var sko nóg að gera hjá kokkunum en rétt fyrir miðnætti var hinn árlegi blysdans sýndur


Rokktónleikar Löllu (86 ára) vöktu mikla kátínu áhorfenda og svo var skotið upp


Mætt í Nýársfagnaðinn hjá Helga & Lóu, ofsa góður matur... "SKÁL"


Hér erum við systurnar og hennar börn mætt á þrettándabrennuna á Sólheimum, 2 mínútum síðar kom bandbrjálað veður :( en um miðnætti var komið þetta fína veður og drifum við okkur þá í göngutúr og tókum mynd af jólaljósunum

1.1.06

Myndablogg

Gledilegt àr !!! Takk fyrir öll gömlu gòdu :-)
Myndina sendi ég