31.12.05

Árið 2005...
... er að verða búið og nýtt ár að taka við!
Ýmislegt skemmtilegt var brallað á þessu ári sem og flest önnur ár en þetta var í rauninni ferðaárið mikla. Við Kristján höfðum ekki ferðast saman til útlanda í 6 ár en bættum það aldeilis upp í ár. Í maí fórum við í yndislega ferð til Barcelona, stuttu á eftir í smá hopp til London og síðan eyddum við heilum 2 vikum í Króatíu í September. Í sumar fórum við líka í vikuhringferðalag um Ísland með kúlutjaldið okkar, e-ð sem við höfðum ætlað að gera í svo mörg ár. Sú ferð var algjört æði enda ótrúlegt þetta land sem við eigum. Það að ferðast skilur svo mikið eftir sig og eftir standa fullt af yndislegum minningum.
Á árinu upplifði ég mikla gleði en einnig virkilega sorglega og erfiða tíma. En þannig er víst lífið, eina mínútuna er maður brosandi af gleði en þá næstu grátandi af sorg. Maður veit aldrei hvað gerist í þessu lífi og hvenær e-ð gerist, því er svo mikilvægt að lifa lífinu lifandi... alltaf!!!

30.12.05

Hressilegt í hinu árlegu Pyjamas partý TMC... 16 manns samankomin heima hjá Ríkey og Óla úje á náttfötunum.
Já það var mikið hlegið, mikið gaman og Singstar 80's tekið með trompi. Við Kristján gistum reyndar ekki en ég kíkti samt í brunch til þeirra í morgun, Ríkey búin að baka skonsur og alles :Þ

28.12.05


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?

27.12.05

Myndablogg

Sòlbrùna & Eduardo mætt à klakann ì smà frì og tvì var slegid upp veislu a Snorrabrautinni. Verst ad tad vantar 2/5 Mafìunnar

Myndina sendi ég

21.12.05




Jæja hvað segir fólkið...
Nú fer aldeilis að styttast í hátíðina sjálfa og hvort sem þið trúið því eður ei þá er hún sísí litla bara nánast búin að öllu. Bakaði meira að segja sörur og lakkrískurlkökur í fyrsta skipti á ævinni og já svei mér þá... nánast allt klárt held ég bara nema kannski að skreyta jólatréð!!!
Svona hef ég nú ekki upplifað áður því í ansi mörg ár hef ég yfirleitt verið í prófum nánast fram að þorlák, átt þá eftir að kaupa allar gjafir + vinna eins og brjálæðingur + gera hitt og þetta. Reyndar voru nú engin próf að trufla mig í fyrra en þá var ég bara að tapa mér í e-u öðru! Úff man eftir einum aðfangadegi en eins og vanalega þá var ég að vinna sjálf til hádegis og eftir það átti ég eftir að kaupa nokkrar jólagjafir :/ Ég frétti af því að það væri opið í Hagkaup í Smáralind til kl. 15:00 svo það var bruuuunað í Kópavoginn til að bjarga sér fyrir horn...... sei sei :/
En nei núna erum við hjúin bara í afslappelsi á kvöldin og höfum það gott, ætlum t.d. út að borða annaðkvöld með skemmtilegu fólki, ætlum svo í laugavegsrölt á þorláksmessu (sem ég hef aldrei prufað) og já bara hafa það kóssssssíiii.....
Svona vil ég hafa jólaundirbúninginn framvegis, hafa það notalegt saman og gera það sem manni finnst skemmtilegt en ekki e-ð sem er kvöð og pína... þannig finnst mér að jólin eigi að vera :OD

19.12.05

---Tilkynning---

Hvar fæ ég stóran hvítan dúk ?
Er búin að leita í Hagkaup, Debenhams og Rúmfatalagernum og gjörsamlega ekkert til!
Endilega ef þið lumið á dúkabúð þá let mí nó....

17.12.05

Yndislegt að byrja daginn á sundi, heitum potti og gufu... ahhhh svo notó.

16.12.05

Vika í þessi jól sem allir eru að tala um....

Hangikjöt með uppstúf + jólaöl í vinnunni í hádeginu, ofsa gott :D
Ég vil fara að fá snjó og doldinn slatta af honum, e-r sem býður sig fram í að redda því hið snarasta?
Annars er ég bara að kálast í höfðinu og ekki svo hress :/ svo ég segi bara bless fress

14.12.05

Your Birthdate: February 10

Independent and dominant, you tend to be the alpha dog in most situations.
You're very confident, and hardly anything ever shakes you.
Mundane tasks tend to drain you - you prefer to be making great plans.
You are quite original. When people don't "get" you, it bothers you a lot.

Your strength: Your ability to gain respect

Your weakness: Caring too much what others think

Your power color: Orange-red

Your power symbol: Letter X

Your power month: October



Hvað segiði er e-ð til í þessu... ,)

Könnun dagsins....

Jæja gott fólk nú er Silja litla að fara í jólaklippinguna enda ekki seinna vænna þar sem jólin eru nú í næstu viku!!!
En hvort haldiði að það verði ljóshærð eða dökkhærð stúlka sem labbar út af hárgreiðslustofunni í dag ?????

úúúú spennó ;)

Sísí voða hress Árshátíð VSÓ 2005 059

S A L T


Mæli með jólamatseðlinum á SALT í gamla Eimkipshúsinu. Nammi namm hvað ALLT bragðaðist vel eins og t.d. villihérasúpan---hreindýrapatéið---reykti laxinn---kjúklingalifrapatéið---síldin---purusteikin---svínabógurinn---lambakjötið---hreindýrið---ísinn---creme bruléið---ris-a la mandið---súkkulaðifrauðið..... *slef-slef*
Frábær matur, ekkert ósvipað og að fara á jólahlaðborð nema þarna er komið með réttina á borðið til manns og svo mikið lagt upp úr hverjum rétti. Fannst þetta eiginlega soldið skemmtilegra en þau jólahlaðborð sem ég hef farið á þar sem fitubollan ég mæti alltaf alveg eins og ég hafi aldrei fengið að borða áður, hrúga hinum ýmsu réttum saman á diskinn (sem kannski passa alls alls ekki saman) og helli svo brúnni sósu yfir allt heila klabbið.
Það var allavegana skemmtilega öðruvísi að prufa þetta líka en versta við þetta er að núna var ég að komast að því að það hefur verið tekið 2 x út af kortinu mínu fyrir matinn. Greinilega eins gott að maður fylgist með á heimabankanum! Þó þetta hafi verði fjandi gott þá finnst mér nú fullgróft að borga milljón krónur fyrir þetta!!!
Já og það getur tekið allt að 10 daga að fá þetta leiðrétt..... hvað er það ??? Einstaklega frábært líka á þessum tíma þegar maður þarf nánast ekkert á pjéeningum að halda :/

11.12.05

Hún Ásdís Sveins hans Dodda trommara klukkaði mig svo hér hafi þið það.....

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en að ég dey:
Læra að spila á gítar---Eignast börn---Giftast mínum heittelskaða---Ferðast meira---Læra á snjóbretti---Verða leikari---Umgangast meira þá sem mér þykir vænst um

7 hlutir sem ég get gert:
Farið í splitt---Reiknað talsverða stærðfræði---Nagað neglurnar mínar---Prumpað---Raulað lög---Spilað á blokkflautu---Skipulagt ýmislegt

7 hlutir sem ég get ekki gert:
Sleppt messu á aðfangadag---Gert armbeygju á annari---Spilað á gítar---Horft mikið á sjónvarp---Gert ekki neitt---Verið kærulaus---Borðað brúnaðar kartöflur

7 frægir sem heilla:
George Clooney---Nadia Comaneci---Angelina Jolie---Björk---Simon Le Bon---Newton---Dorrit Moussaieff

7 hlutir sem heilla mig við aðra manneskju:
Jákvæðni---Húmor---Danskunnátta---Smá dass af kæruleysi---Hlátur---Augu---Nagaðar neglur

7 setningar sem ég nota mikið:
Gleðileg jól---Aloha---Þú ert svo mikil mús---She she (=takk fyrir á kínversku)---OMG---Rólegur Clint---Algjörlega ekki

7 hlutir sem ég sé:
Lampi---Púði---Smákökur---Jólakort---Kerti---Hrærivél---Sætan strák með brún augu ;)

7 sem ég ætla að klukka:
Bryndísi---Ásu Ninnu---Katrínu---Ester---Sóley---Gunnar Þór---Dagbjörtu Láru

Var að tæma af myndavélinni eftir ansi langan tíma og þá rifjuðust upp fyrir mér ýmsir skemmtilegir atburðir síðustu vikna eins og t.d.

Gamall félagi
... þegar dúkkaði upp hjá mér gamall félagi frá æsku

afmæli Þóru
... þegar Þóra hélt heljarinnar afmælisveislu

Ýmislegt 064
... þegar við fórum í yndislega sveitaferð með bókaklúbbnum Bjarti þar sem við fengum m.a. að hoppa í hlöðunni og kúka í heyið


Skautadrottning
... þegar Kris hélt skautasýningu

KA 25
... þegar Katy Loo hélt svaðalegt 25. ára afmæli

Gríslingarnir
... þegar við fengum gríslingana í höfuðborgina

Sætastar
... þegar við mættum þessum

8.12.05

Myndablogg

Mafìan ad snæda racklett. . . Tridja skipti a 6 dögum sem eg fagna 25.àra afmæli Katrìnar

Myndina sendi ég