27.10.03

N?jar myndir.........

HAUSTFER?IN.......




KENNARAFAGNA?URINN....



?? er ?g loksins b?in a? setja inn myndirnar ?r haustfer?inni og fyrst ?g var byrju? ?? skellti ?g myndunum fr? ?v? um helgina ? kennarafagn?inum me? l?ka..... !!!
En nau?synlegt er a? sko?a hverja mynd fyrir sig - veit ekki af hverju :OX

25.10.03

Kennarafagnaðurinn.....



Kennarafagnaðurinn heppnaðist svooo vel :) :) :)
Planið breyttist aðeins, Cilla sem ætlaði að halda bekkjarpartýið á undan fárveiktist svo ég ákvað klukkan 15:00 að halda partýið.... og við vorum í straumfræðitilraun til 16:00 og partýið byrjaði 17:30 svo það var ekki annað í stöðunni en að drulla sér heim, taka til, þrífa, kaupa gos og snakk, fara í sturtu, finna dress, mála sig, blása hárið og akkúrat þegar þetta allt saman var afstaðið þá dinglaði fyrsti gesturinn...... úff rétt slapp!!! Partýið heppnaðist bara þrusuvel, hef aldrei séð jafn marga samankomna í íbúðinni minni, ca 30 manns og allir vel hressir. Um 19:00 tókum við svo leigubíl á sjálfan fagnaðinn. Þar byrjaði maður á því að draga miða upp á sætaröðunina og á mínum miða stóð rótin af 4761 og þá varð ég bara að gjöra svo vel að finna svarið við því ef ég vildi fá að sitja einhvers staðar. Maturinn var fínn og svo tók við dans fram til miðnættis, bauð meira að segja sjálfum umhverfisráðherranum Júlíusi Sólnes upp í dans sem vakti mikla kátínu nærstaddra..... :) Síðan var ferðinni heitið niður í bæ, komum við á nokkrum stöðum en enduðum svo á Nasa með Skímó.... ég Katrín og Hlín röltu svo heim til mín rúmlega 4 með smá stoppi á Hlölla og heima kjöftuðum við til 6:30 en þá tóku stelpurnar leigubíl heim. Það var því frekar þreytt Silja sem fór í skólann í dag :(
En ansi vel heppnað allt saman þar sem gleðin var í fyrirrúmi allan tímann...en Hlín hvaaaað ertu að gera á þessari mynd, þú ert baaara fyndin :)

Hér koma svo fullt fullt að myndum sem teknar voru þetta annars ágæta kvöld !!!
Ég tók reyndar líka slatta af myndum sem ég set inn við tækifæri.....

24.10.03

Jæja.........
Orðin doldið þreytt á öllum þessum helv. verkefnum undanfarið!!! Það er allt búið að vera kreisíííí !!! Búnar að vera laaangar nætur undanfarið, unnið fraaameftir og nú er ég loksins búin með Samgöngutækniskýrsluna svo ég ætla að leyfa mér að fara bara snemma heim í kvöld :)

En margt skemmtilegt framundan - KENNARAFAGNAÐUR á morgun. Þá koma nemendur og kennarar umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar saman og snæða 3rétta máltíð, dansa og vá ef þetta slær út fagnaðinn frá því í fyrra þá...... (þori ekki einu sinni að hugsa út í það), þar sem allir voru veeeel hressir skal ég segja ykkur og þá kennarar alls ekki síður en nemendur.
Á fagnaði sem þessum er snyrtilegur klæðnaður skilyrði svo í fyrra þorði ég ekki öðru en að mæta með bindi, hhmmm spurning hvað maður gerir í þetta skiptið.
Nánast allur bekkurinn minn er búinn að skrá sig svo þetta verður svakalegt, ætlum að hittast í partýi á undan heima hjá Cillu billu, stemming!

23.10.03

Leoncie er snillingur.....

Það er komin út ný breiðskífa með prinsessunni og hér kemur brot úr texta við lagið "ÁST Á PÖBBNUM" :

Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi


Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

20.10.03

Sæla...
Nú er maður heldur betur orðin miðbæjarrotta skal ég segja ykkur, hef varla farið út fyrir 101 frá því við fluttum!!!
Síðustu tvær helgar hafa verið prýðilegar, þarsíðustu helgi vorum við Kristján foreldrar... fengum Daníelu krúttulínu lánaða frá föstudegi til sunnudags. Það var þvílíkt fjör hjá okkur, löbbuðum frá Garðastrætinu niður á tjörn að gefa öndunum brauð og svona ýmislegt skettlegt! Núna um helgina voru svo Gaui og Elísa Gróa hjá mér í Garðastrætinu og dunduðum við okkur t.d. við að spila sem maður hefur ekki gert allt of lengi !!! Semsagt miklar frænku & frænda helgar undanfarið, mjög gaman.

10.10.03

SEX & THE CITY KVÖLD....
Við hittumst nokkrar stelpur heima hjá mér í nýja fína húsinu mínu til að horfa á gellurnar í Sex & the city !!! Fengum okkur meira að segja einn rétt + sangría á Tapas á undan (vorum mínútu að labba frá Tapas og heim til mín... he he).
Kjöftuðum gjörsamlega af okkur rassgatið og áður en maður vissi af var klukkan orðin 2. Þar sem þetta var "stelpukvöld" þá var Kristján fljótur að rölta niður í bæ með strákunum á gríðarhressa tónleika.
Þetta var frábært kvöld og finnst mér að við ættum að gera þetta að vikulegum viðburði..... hhmmm, allavegana mánaðarlegum ??? :)

9.10.03

ERUM FLUTT ...... :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)
Jebbs við Kris Kristófers erum flutt í Garðastrætið - 101 Reykjavík, getur það verið betra - ég bara spyr ???
Flutningarnir stóðu yfir síðustu helgi og þakka ég öllum sem hjálpuðu okkur kærlega bærlega fyrir.... *knús*
Við erum hamingjusömust með þetta allt saman !!! Ég er t.d. 10 mínútur að labba í skólann á morgnana og ekki nema 11 mínútur heim (hí hí) sem þýðir að ég get sofið í ca hálftíma lengur á morgnana frá því sem áður var, ekkert bílaskutluvesen besen !!!

Allir velkomnir í Garðastrætið, þ.e.a.s með því skilyrði að koma með STÓRAN PAKKA.... hí hí :)

Ríkey var að setja inn myndir frá því úr Innflutningspartýinu hjá Dís & Steg..... tékkið á því !!!