20.10.03

Sæla...
Nú er maður heldur betur orðin miðbæjarrotta skal ég segja ykkur, hef varla farið út fyrir 101 frá því við fluttum!!!
Síðustu tvær helgar hafa verið prýðilegar, þarsíðustu helgi vorum við Kristján foreldrar... fengum Daníelu krúttulínu lánaða frá föstudegi til sunnudags. Það var þvílíkt fjör hjá okkur, löbbuðum frá Garðastrætinu niður á tjörn að gefa öndunum brauð og svona ýmislegt skettlegt! Núna um helgina voru svo Gaui og Elísa Gróa hjá mér í Garðastrætinu og dunduðum við okkur t.d. við að spila sem maður hefur ekki gert allt of lengi !!! Semsagt miklar frænku & frænda helgar undanfarið, mjög gaman.