15.9.03

Dekur....
Nýtti mér loksins dekurdaginn sem ég fékk í jólagjöf núna á laugardaginn. Vá ef maður gæti þetta einu sinni í mánuði þá væri lífið öðruvísi, viss um það!
Dekrið byrjaði á klukkutíma heilnuddi...... sem var æææði fyrir utan mjög spes umræður nuddarans þar sem hún sá á mér að ég væri hausverkja/stress týpa þá ætlaði hún að komast að rót vandans...!!! Hún kom með fáranlegar spurningar eins og " Var mikil drykkja á heimilinu þínu í æsku??? ", " Hefurðu lent í hræðilegri ástarsorg " ................ Hvað er það ????
Hún var svo viss um að ég hefði orðið fyrir e-u áfalli sem orsakaði minn hausverk!!!
Ég þoli ekki að geta aldrei bara farið í nudd þar sem nuddarinn steinþegir....!!! Maður er jú að fara til að slaka á :O)
En þrátt fyrir þessar fáranlegu umræður þá leið mér nú ansi vel á eftir!
Næst á eftir nuddinu fór ég í parafínmaska sem var þannig að ég dýfði höndunum ofan í pott fylltan af vatni með e-u dóti í og þegar ég tók hendurnar upp úr þá var ég eins og með hanska á höndunum. Svo voru hendurnar settar í poka og síðan í lúffur, svona var ég svo á meðan ég lá í klukkutíma andlitsbaði sem var æði.... :)
Ég var frá 13:00 - 15:30 og svooo endurnærð á eftir!!!