Var ég prettuð...
Ég fékk mail í sumar frá Búnaðarbankanum um að þeir ætluðu að greiða niður líkamsræktarkort í Baðhúsinu, Sporthúsinu & þrekhúsinu. Ef maður hafði áhuga þá var hægt að fá árskort á mjög góðu verði. Þetta var semsagt í júní sem ég fékk þetta í mail.
Svo vantar mér svo nauðsynlega árskort akkúrat núna svo ég prófaði að replaya á þetta og tékka hvort þetta væri enn í gangi.
Fékk svar og hún sagði að þetta væri búið en eitt kort væri ógreitt og ég gæti fengið það, ég þyrfti bara að senda nafn, kt og símanúmer.
Svo ég dríf í því að leggja inn á reikninginn og meðan ég var að millifæra þá ætlaði ég að láta senda mail upp á að það sæist að ég hefði lagt inn, þá tek ég eftir því að mailið er nannamg@hotmail.com!!!! Finnst það e-ð mikið skrýtið (hotmail..!!!) þar sem þetta snérist um Búnaðarbankann..... Ég HÆTTI við að millifæra og maila aftur og spyr betur út í þetta. Fékk þá trúverðugt svar svo ég bara lagði inn fyrir þetta blessaða árskort, sendi svo mail með nafni, kt og síma.
Næst þegar ég kíki á póstinn minn þá kemur að pósturinn hafi ekki farið til skila.... delivery failed system bla bla bla og núna er ég búin að reyna að maila aftur og aftur og þetta kemur alltaf!!!
OMG - gellan er orðin 25 þúsund krónum ríkari og búin að láta loka hotmailinu sínu til að losa sig við mig eða hvað........................???????????????????????
***Næsti þáttur í þessari æsispennandi ................. bla bla bla!!!****
<< Home