31.8.03

Búið að vera brjálað að gera undanfarna daga..............
Á fimmtudagskvöldið var M.Í. matarboð hjá Katrínu og það var eiginlega líka kveðjustund með henni Sóleyju okkar áður en hún flytur aftur til Danmerkur ;( Katrín bauð upp á dýrindis pastarétt & brauð og þessa líka fínu ostaköku í eftirrétt.

Á föstudaginn var svo innflutningspartý hjá Katy & Stones í glæsihúsinu þeirra við Snorrabraut. Þar var allt TMC mætt í svaaka stuði, trítluðum svo í bæinn rúmlega 2. Tókum einn snúning á Vegamótum en kíktum svo á "Einhverfis" og dönsuðum þar eins og okkur einum er lagið :)
Á föstudaginn var líka grillveisla hjá verkfræðistofu Suðurlands en því miður varð ég að sleppa henni, ef hún hefði verið á Reykjavíkursvæðinu en ekki á Selfossi þá hefði ég komist á báða staði. Er samt ekki í vafa um að hressleikinn hafi verið þar í fyrirrúmi og án efa hefur Börkur tekið twistið með stæl :)

Á laugardaginn var svo heldur betur afmæliskökuveisla hjá Hólmfríði systir... nammi namm fullt af heitum réttum og kökum. Svo fékk ég ofsa mikið að halda á litla frændanum, hann sofnaði meira að segja tvisvar í fanginu á mér!!! Úff maður var ekki að tíma að láta hann frá sér.

Kom svo í bæinn um kvöldið þá náði Þórey Edda í mig og við kíktum í Nýnemagrill Verkfræðinnar í Nauthólsvík!!! Þegar við komum var fólk aldeilis búið að "kynnast" og gítar og gleði á ströndinni. Fórum svo Katrín, ég, Þórey, Hlín & Vala niður í bæ á Sólon, Celtic Cross og svo á Hverfisbarinn. Fórum heim um 2 en Þórey var "örlítið" lengur.............. he he

Í dag er það svo tiltekt dauðans, ætla að gera allt ofsa fínt! Elda svo e-ð gott í kvöld og "slappa af" til tilbreytingar.
Á morgun hefst svo lææærdómurinn mikli, þá fer allt á fullt, á að skila verkfefni á miðvikudaginn svo það er eins gott að drullast til að vera duglegur!!!