26.8.03

Skólinn að byrja á morgun!!!
Fékk þó 2 daga í frí - ansi gott, Kristján var meira að segja í fríi með mér og verða þetta örugglega einu dagarnir sem við verðum í fríi saman á þessu ári. Var að segja við Kris að við yrðum að nýta þessa daga mjööög vel og kaupa m.a. jólagjafirnar.... he he
En þó svo að ég væri alveg til í smáááá frí þá er ég samt doldið spennt að byrja í skólanum, alltaf jafn spennandi að kaupa nýju skólabækurnar og svona. Kúrsarnir eru líka ofurspennandi eins og Álag & öryggi burðarvirkja, Straumfræði, Samgöngutækni, Framkvæmdafræði og Jarðtækni & grundun. Stundaskráin lítur líka alveg ágætlega út.