7.9.03

Jæja...
Vísó á fös var fín, sérstaklega fyrirlesturinn hjá Hörn þar sem hún fór í gegnum það sem hún hefur verið að fást við síðan hún útskrifaðist sem verkfræðingur og hvaða fög nýtast henni best í dag. Það var mjög fróðlegt að heyra það!
Annars fórum við beint úr Almennu til Ásdísar & Stebba. Þar skemmti TMC sér konunglega við miklar kappumræður eins og oft vill verða þegar þessi hópur kemur saman :)
Var svo mætt hress klukkan 9 í fyrirlestur út í skóla.
Eftir fyrirlesturinn var svo afmæli hjá honum Aron Breka frænda mínum þar sem maður úðaði í sig allt of mikið af heitum réttum og gúmmelaði!!!
Eftir afmælið var stefnan tekin á félagsheimilið Drengur í Hvalfirði. Þar fórum við á tónleika hjá Blúsbyltunni, hljómsveitin hans Steinars hennar Katrínar. Ljómandi fínir tónleikar, allt frumsamin lög sem vöktu mikla athygli!
Annars er það núna bara fyrirlestur og aftur fyrirlestur!!!