27.2.03

ÁRSHÁTÍÐIN MIKLA..............

Þá er stundin alveg að renna upp........ þetta á eftir að verða allsvakalega skemmtilegur árshátíðardagur og við ætlum að taka hann með trompi.
Fyrst ætlum við í 3 fyrirlestra, við erum víst í skóla líka :O(
En eftir það eða kl 12:15 brunum við austur á Stokkseyri - þorpið fræga sem heillar alla þá sem það heimsækja.........!!!!!!!!!!!!
Já við ætlum að hittast dágóður hópur og snæða "BRUNCH" á Sæbergi (sem er húsið mitt á Stokkseyri - fyrir þá sem eru ekki kunnugir).
Ætlum að vera í góðum, afslöppuðum fíling og borða og bara hafa það afskaplega gott. Förum svo í Sundlaug Stokkseyrar eftir vonandi vel heppnaðan brunch og slöppum af í pottunum í eins og klukkutíma eða svo.
Þá verður komin tími til þess að fara á Tunguveginn og græja sig fyrir sjálft galakvöldið. Það þarf að gera svo margt, klæða sig í sokkabuxur og alles.
Verðum svo mætt á Hótel Selfoss um ca 19:00 í fordrykk og borðhald hefst svo í framhaldi af því ásamt dansiballi fram á nótt. Ég efast ekki um að það verði síðan nokkur vel heit eftirpartý upp á hótelherbergjunum og jafnvel í heimahúsum, hver veit :OX
Ég hlakka ýkt til og er algjörlega komin í fílinginn....... alveg að klára að pakka og búin að vera að græja brunchinn a little bit !!!
Þangað til á morgun
Tjá

SKÁTA-DÁTI......

Fékk bréf í pósti í gær frá Bandalagi islenskra skáta og hljóðaði bréfið svona: "Heiðraði skáti......." bla bla bla. Svo fylgdi með styrktarpinni til að næla í barminn og svo má ég leggja inn peninga ef ég hef áhuga. Ég fæ þetta sent á hverju ári eða síðan ég gerðist lítill smítill skáti á Stokkseyri og á því orðið hrúgu af svona pinnum.....
Þetta minnir mig bara á það að ...." EITT SINN SKÁTI - ÁVALLT SKÁTI !!!! " :O)

26.2.03

Það er komið sumar...........

Svona líka fínt veður úti..... langar í sund og grillmat:O)
Annars get ég ekki beðið eftir sumrinu.
Nokkrar ástæður fyrir því að sumrin eru skemmtilegri en veturnar:

! Þarf ekki að læra.....(og ekkert Matlab - jeeiiii !!!)
! Gott veður
! Útilegur
! Sumarbústaður
! Sund
! Fæ loksins pening
! Hef tíma til að hitta fólk
! Grillmatur
! ís ís ís ís ís ís ......
! Er að vinna í stað þess að vera í skóla, þvílíkt fjör síðasta sumar á
Verkfr.stofu Suðurlands með eiturhressu fólki :O)
! Margt, margt fleira sem er svooooo skemmtilegt !!!

Get því ekki beðið.......en á undan eru tveir annasamir mánuðir (mars-apríl) og svo slatti af prófum (mai) :O(

25.2.03

GÓÐI HIRÐIRINN...........

Styð það að "Góði hirðirinn" verði fluttur í þetta glæsilega húsnæði eins og barst til tals í Sorpu-heimsókninni. Enda vinsæl búð og húsnæðið gjörsamlega að springa utan af sér...... Bara hugmynd !!!

ÆJJJÆJÆJÆJÆÆÆ...........................
Doldið óheppinn þessi :O)

Eldaði þennan dýrindis fiskrétt.... set kannski uppskriftina á síðuna við tækifæri. Ætlum núna skötuhjúin að horfa á einn Friends-þátt, númer 16 í nýju seríunni, bíð spennt!!!

FIMLEIKAR..........

Sem betur fer gerðist þetta & þetta ekki á manns eigins fimleikaferli......... þó svo að ýmislegt hafi nú gerst !!!

Verst að hafa misst af PolyEster síðasta föstudag :O(

Nú fer að styttast í árshátíðardaginn sem á eftir að verða svoooooooo skemmtilegur!!!
Þar sem hún er haldin nálægt mínum æskuslóðum þá verð ég nú að vera menningarleg og sýna mínu fólki hvað sveitin er STÓR-merkileg í alla staði :O)
Við ætlum að taka þetta með stæl og bruna austur strax á hádegi á fös..........gleði-gleði-gleði :O)

SORPA............

Fórum í mjög áhugaverða heimsókn í Sorpu í gær. Allavegana meira spennandi en fjórfaldur fyrirlestur upp í VR. Við skoðuðum allt ferlið og það var doldið skondið að sjá rusla-fjallið í Álfsnesi sem er "huge"......, þarna koma 300 tonn af rusli á dag!!! Maður sá á öllum ruslapokunum að Bónus og Dominos virðast eiga vinninginn í mestri sölu !!!
Ferðin endaði svo eiginlega eins og hver önnur vísindaferð.... boðið var upp á ansi góðar veitingar svona á mánudagseftirmiðdegi :O)

23.2.03

MYNDIR...........

Tók fullt af myndum úr vísindaferðinni síðasta föstudag, hér koma þær!!!

22.2.03

Samlokugerð.........
Nú er hægt að búa sér til sína eigin samloku á netinu og sjá hvað samlokan inniheldur mikið af fitu o.s.frv.
Alveg nauðsynlegt ekki satt............. :O)

SÓL & BLÍÐA.........

Já það er komið þetta fína veður svo ég ætla að bruna í sveitina til mömmu & pabba og vera þar yfir helgina. Það var spáð brjáluðu veðri svo ég hélt að ég yrði að hætta við en það hefur aldeilis breyst, svo best að drífa sig áður en það breytist. Kannski verð ég svo bara veðurteppt fyrir austan og kemst ekkert í skólann fyrr en um miðja næstu viku........ það gæti verið doldið spennandi, nema eftirá, þegar ég verð komin eftirá í öllu og búin að missa af fullt af mikilvægum tímum.
En ég ætla líka að vera dugleg að læra í sveitinni, læri alltaf best þar, ásamt því að fá mér ís (þar sem ég er komin af mestu ís-familíu allra tíma), borða góðan mat og slappa líka af. Svo ég ætla að ná að gera fullt á þessum ekki svo mörgum tímum svo það er best að fara að koma sér af stað.........

21.2.03

Kíkið á þetta..........

Skilaði þriðja Matlab verkefninu í dag þannig að nú eru 3 verkefni eftir, semsagt hálfnuð...... :O)
Annars var ég að koma úr vísindaferð núna. Ágætis vísó, stuttur fyrirlestur og nægar veitingar. Fórum samt á Núðluhúsið á eftir.......og svo til Rúnu að skoða nýju Stúdentagarðsíbúðina. Kíktum svo aðeins á Astró, en ekki svo góður fílingur þar á ferð í þetta skiptið. Drifum okkur því bara heim á leið og hér er ég mætt fyrir framan tölvuna og klukkan ekki nema 23:00 og búin með djammið, svona á þetta á vera. Vakna svo íturhress í fyrramálið og rumpa af fullt af stærðfræðitímadæmum og verð í góðu stuði. Langar líka rosa mikið að kíkja austur en það er víst spáð ömurlegu veðri, en það getur svo sem alltaf breyst! Vona það......... En núna er ég að spá í að koma mér bara uppí rúm og lesa eins og eitt stykki Séð & heyrt og jafnvel eins og eina Viku, hafa það bara doldið kósý svona á föstudagskvöldi.

19.2.03

Stutt í vísó...........

Loksins náði ég að skrá mig!!! Nú er það vísindaferð í Húsasmiðjuna.
Hef svo heyrt að það eigi að vera sameiginlegt partý allra verkfræðiskoranna á eftir, það gæti nú verið spennandi.

OFFICE........
Hafiði séð þáttin Office sem er sýndur á þriðjudagskvöldum á Ríkissjónvarpinu?????
Vá hann er svo fyndinn, duttum inn í hann, ég, Katrín og Birna eftir að hafa setið sveittar yfir stærðfræði heimadæmum.
Mæli með honum, ekki spurning........... :O)

18.2.03

Ætlum að hittast Skratlabs-hópurinn á Bókhaf í kvöld og vinna þriðja verkefnið. Maður verður að halda sér í tíunni það sem eftir er, það þýðir ekkert annað.

Fullt hús stiga fyrir þakið.................. :O)

Fékk 10,0 fyrir þakið mitt, kannski var öll vinnan þess virði !!!
Fékk strax hringingu frá tónlistarhús-nefndinni en þeir vilja kaupa af mér hugmyndina og þá er ég að tala um háar fjárhæðir..... ég ætla að hugsa mig um fram yfir helgi og tala svo við þá................., smá grín.....hí hí

Grindin tilbúin .........................
Þá er ég búin með grindina mína sem ég á að skila í dag. Átti að forrita grind í Ansys (ansans eins og Katy orðar það) og réð hvernig hún væri. Ég ákvað að gera stálgrind sem væri ætluð sem stigi upp í flugvél.
Annars er þetta Matlab vika - svo það tekur aldeilis við af grindinni góðu. Byrjuðum aðeins að forrita á sunnudaginn og miðar svo sem ágætlega áfram :O) Vona það allavegana...............


15.2.03

JÚRÓVISION..................

Ég er á leiðinni í Eurovision-partý í Hvannalundinn til Katyline.
Það verður mikið fjör og mikið gaman !!!

"Þetta er júróvision lag, þetta er eurovi.........."


Fínn þessi dagur í dag, var mætt út á safn um 10 og græjaði 12 kafla í greiningunni. Svo var tekinn hringur í kringlunni sem endaði þannig að ég er einum buxum og tvennum skóm ríkari... geri aðrir betur :O)
Kolfinna Mist og Bryndís kíktu svo í heimsókn. Kolfinna var að læra eitt nýtt og það er að hvísla. ... En hún setur hendurnar alltaf á eyrun á sér og snýr svo eyrunum að eyrunum á þeim sem er að hlusta, vona að þið sjáið þetta fyrir ykkur því þetta er svooooooooo fyndið :O)


14.2.03

Ekki draumabrúðkaupið mitt...... en svona er 'etta misjafnt!!!

Langar svo með..................... :O(
En það var orðið fullt áður en ég náði að skrá mig svo það þýðir ekki að hugsa um það!!!
Kannski maður hitti samt krakkana á eftir og taki eins og einn snúning eða svo.....

12.2.03

Harkan sex.........

Það var sko harkan í gær hjá TMC!!!! Skelltum okkur í þrektímann út í háskóla-íþróttahúsi................... vá við fengum næstum hjartaáfall öllsömul, bara af áreynslu!!! Þetta var ekkert smá puð, alveg fimmtug kelling að þjálfa og var sko öskrandi allan tímann..... "oooooogggg pína sig" !!! Svo var tónlistin alveg að gera sig, fannst vera komið árið 1950, það var alveg þannig fílingur í gamla góða íþróttasalnum.
Þetta var algjör snilld, allavegana svona eftir á, en mér leið ekkert alltof vel meðan á þessu stóð..........
En þetta var sko ekki nóg fyrir okkur...........nei aldeilis ekki, auðvitað var farið í trampólín á eftir !!!

Alltaf jafn gaman í skólanum.............

Nú er ég að gera verkefni í Reiknilegri aflfræði.............teikna grind í forriti sem heitir Ansys, sem er svona byggingarverkfræðingaforrit. Það gengur bara ágætlega, komin með ágætis grind og búin að setja nokkra krafta og finerí á grindina og sé svo hvernig grindin formbreytist eftir að kraftarnir eru settir á........ virkilega spennandi get ég sagt ykkur.

Er samt að spá í að fara að koma mér heim núna, ætla að taka góðan klukkutímagöngutúr og fara svo í stærðfræðigreiningarheimadæmi til Katrínar kl 19:30, ætlum að hittast nokkur og læra saman. Katrín ætlar meira að segja að vera myndarleg húsmóðir og bjóða okkur í kvöldmat á undan.... :O)

10.2.03

Náði loksins að skila .............jeeeiiiii
Þá eru 2 verkefni búin af 6, semsagt 1/3 búin.... :O)
Svo núna get ég farið að njóta afmælisdagsins, en haldiði að maður sé ekki bara komin með svona líka skemmtilegan hausverk og jafnvel bara hita...vona samt ekki - mér líður samt ekkert alltof vel.
Ég á alveg eftir að gefa mér afmælisgjöf.... verð að reyna finna eitthvað, það er nú minnsta sem maður getur gert að gefa sér pakka á afmælinu sínu.

Fyndnast af öllu var áðan þegar TMC beið eftir mér í skólanum til að gefa mér pakka (ég ætlaði auðvitað að vera mætt aðeins fyrr!!!) .... en svo mætti ég og fékk þennan líka frábæra pakka .................................. :O)
Pakka úr Body Shop með rosa dótaríi en þá hafði Hlin krútt verið með pakkann í töskunni sinni og flogið svona heiftarlega á hausinn fyrir utan skólann og kramið pakkann svo ég fékk svona útsprengdan pakka með kremi út úm allt....... hí hí Það var samt bara gaman, fá smá öðruvísi glaðning.

Ég á ammmææli í dag - ég á afmæli í ..........

Afmælisdagurinn byrjaði nú ekki nógu vel get ég sagt ykkur. Ég var að til rúmlega 3 í nótt að gera þetta skrambans þak og ákvað þá að drífa mig í háttinn og klára svo í morgun.
Ég stillti klukkuna á 10 en haldiði að ég hafi ekki vaknað klukkan að verða 13....... :O(
Ég sem átti að skila verkefninu á hádegi og var ekki einu sinni alveg búin....
Ég fór í loftköstum upp úr rúminu og hljóp í tölvuna til að klára. Nú er ég svo loksins búin en langar svo að prenta þetta út í lit og er að vonast til að fá að prenta í vinnunni hjá Kristjáni en hann er doldið bissí þessa stundina en er að reyna að redda málunum. Það yrði nú ágætis afmæisgjöf að fá verkefnið mitt í lit og að ég fái ekki mínus fyrir að skila of seint! Kennarinn sagði að það ætti að skila á hádegi og þar sem ég er mjög spænsk þá er hámark hádegisins akkúrat núna.....hann verður nú að taka tillit til þess :O)
Vona að þetta reddist allt saman!!!
Held að síminn sé að springa af ammmælis-smsum og ég er ekki ennþá búin að hafa tíma til að skoða þau :O( Allt fjandans þakinu að kenna - samt glæsilegt þak....

9.2.03

Stemmings.......
.... í gær á árshátíðinni, góður matur og frábær heimagerð skemmtiatriði. Strákarnir í svörtum fötum voru svo að spila og ekki hægt að segja annað en að þeir hafi verið að gera góða hluti.... fengu alla út á gólfið í rífandi sveiflu!!!

Frábært - meiriháttar..........

Nú er maður mættur út í skóla til að leggja lokahönd á þakið sitt, nei þá virkar Matlabið ekki. Leyfið runnið út eða eitthvað kjaftæði svo það er ekki hægt að opna forritið í neinni tölvu.
Sérdeilis prýðilegt svona þegar maður á einmitt að skila á morgun......... :O(

8.2.03

Ég er alltaf að fatta meir og meir hvað ég er mikill strákur........ t.d. er ég núna mætt í síðkjólinn (nánast bert í bak) og ég er svo engan veginn að fíla mig. Ætti ekki að vera gaman að fá stundum að vera doldil dama! En nei, ég gerði mikið fyrir gallabuxur og bol akkúrat núna. En það er sennilega ekki viðeigandi að þessu sinni svo ég verð þá bara að vera "ofur-fín" í smá stund. Get samt ekki beðið eftir að komast úr þessum fötum og skipta yfir í hermannabuxurnar mínar, eða segjum náttfötin !!!
Er samt vel stemmd fyrir árshátíðina sem er að skella á innan skamms.

Það var klukkutíma seinkun á mótinu hjá Þórey Eddu. Við sem ætluðum að storma með liðsveit og hvetja stúlkukindina áfram. En ég er að fara á árshátíð Nýherja og á að vera í mætt í kokteilboð klukkan 17, eða eftir örfáar mínútur þannig að missi af henni. Ég segi bara GO FOR IT Þórey og ég verð með í anda :O)

Mússí mússí

Fórum austur í gær að skoða litla prinsinn hennar Ásu Ninnu..... úfffff hvað maður er mikið sætur og yndislegur.
Honum leið greinilega ofsa vel og lét fara vel um sig ............
Tókum að sjálfsögðu fullt af myndum.

Ennþá fleiri myndir frá kennarafagnaðinum................

7.2.03

ER ÞAÐ EKKI GLÆSILEGT !!!
Þakið sem hlýtur að verða valið á sjálft tónlistarhúsið ............. :O)


Alveg að verða búin.........
Það er að segja með forritið......... en þá er skýrslan eftir.
Svona fyrir þá sem eru ekki í Tölulegri greiningu þá á ég að forrita og hanna þak (teikna upp lágmarksfleti sem gætu passað sem þak) á tónlistarhúsið sem á einhvern tímann eftir að rísa. Þegar ég er búin að forrita þakið, þ.e.a.s. hanna það eins og ég vil hafa það þá þarf ég að gera skýrslu sem lýsir því hvað forritið er að gera ásamt því að leiða út jöfnur og annað fínerí.
Þetta er svona líka hressandi verkefni eins og þau öll örugglega og fólk alltaf orðið ansi nett í endann :O(
En nú er semsagt forritið tilbúið ....... er meira að segja komin með þvílkt flott þak :O)
Ætla að segja þetta gott í dag, orðin doldið langur vinnudagur og ætla að byrja galvösk á skýrslunni á morgun og vonandi bara klára hana þá..... maður má nú láta sig dreyma...

6.2.03

Hvað er að gerast........

Jæja þá er MATLAB-ógeðið byrjað aftur...........

Komið að því að skila verkefni 2 og þar af leiðandi hefur öll þessi vika farið í það helv... !!!
Eigum að skila á mánudaginn og ætli maður verði ekki bara forritunar-nörd þangað til.

Langar samt svo ofsa mikið að komast austur að skoða sætasta strákinn sem var að koma í heiminn........langar svo !!!

5.2.03

Ég var að eignast lítinn strák ...................................

Æ nei reyndar var hún Ása Ninna bestasta mín að eignast, hann var 13 merkur og 53 cm.
Til hamingju öllsömul :O) :O) :O)

MYNDIR..............

Búin að setja nokkrar myndir inn frá því um síðustu helgi........... enn og aftur, djöfull var gaman , allavega hjá okkur :O)

1.2.03

Fagnaður af bestu gerð..................
Þetta heppnaðist frábærlega og það var SVOOOO gaman hjá okkur.
Þegar maður kom þurfti maður að draga sér miða, ég fékk Malasía......... svo þurfti ég að finna hver væri höfuðborg Malasíu til að finna sætið mitt. Þannig að ég byrjaði á að leita að Kuula Lumpur og var svo heppin að lenda á borði með Rúnu sætu, svo voru líka nánast allir kennararnir á okkar borði. Þetta myndaði fína stemmingu og mjög sniðugt að dreifa öllum svona.
Maturinn var virkilega góður, humarsúpa, kjúklingur & nautakjöt og svo var "Eftirlæti Báru" í eftirrétt!
Eftir matinn var svo tónlistin sett í botn og allir á fullsving á dansgólfinu. Síðan enduðu við þetta annars frábæra kvöld með því að hópurinn strunsaði á Players þar sem SSSól spilaði við góðar undirtektir.............
"frelsið er yndislegt ég ..........."
'Eg hefði sko ekki viljað missa af þessum líka svaka fagnaði, gef honum 10 * af 10 mögulegum............. :O)