22.2.03

SÓL & BLÍÐA.........

Já það er komið þetta fína veður svo ég ætla að bruna í sveitina til mömmu & pabba og vera þar yfir helgina. Það var spáð brjáluðu veðri svo ég hélt að ég yrði að hætta við en það hefur aldeilis breyst, svo best að drífa sig áður en það breytist. Kannski verð ég svo bara veðurteppt fyrir austan og kemst ekkert í skólann fyrr en um miðja næstu viku........ það gæti verið doldið spennandi, nema eftirá, þegar ég verð komin eftirá í öllu og búin að missa af fullt af mikilvægum tímum.
En ég ætla líka að vera dugleg að læra í sveitinni, læri alltaf best þar, ásamt því að fá mér ís (þar sem ég er komin af mestu ís-familíu allra tíma), borða góðan mat og slappa líka af. Svo ég ætla að ná að gera fullt á þessum ekki svo mörgum tímum svo það er best að fara að koma sér af stað.........