A M S T E R D A M
30.3.06
24.3.06
Gamlar fimleika-vinkonur kíktu í heimsókn til mín um daginn. Alltaf jafn gaman að spjalla við þær og þó svo það líði oft ansi langur tími á milli hittinga þá finnst mér alltaf eins og við höfum hist í gær.
En alltaf eftir svona hittinga þá er ég alltaf svo sjúk í að fara á fimleikaæfingu, langar að verða aftur 10 ára.....
Takk fyrir komuna stelpur og ég er strax farin að hlakka til fondue boðsins hjá Sif :O)
20.3.06
17.3.06
Hefur þú...
( ) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
( ) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
( ) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni!
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
(x) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(x) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjun
( ) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti
16.3.06
HUNGUR...
Við Matarklúbburinn ætlum saman í leikhús í kvöld að sjá “Hungur”.... spennandi hvernig það fer. Ætlum svo jafnvel að hlamma okkur á eitthvert kaffihúsið á eftir og fá okkur e-ð gott að borða. Vel við hæfi að við Matarklúbburinn (sem hittumst alltaf bara til að borða ógeðslega mikið) förum á leikrit sem heitir Hungur hehe ;)
Já svo er það Austurhlíðar-ævintýri á morgun með bókaklúbbnum Bjarti....... ekki amalegt hAAAA!!!!
11.3.06
Hver er drengurinn ???
Jú jú þetta er enginn annar en hann Daníel Scheving, betur þekktur sem Danni skanni.
Takk fyrir frábært kvöld í gær allesammen, æðislegur matur, fullt af tilkynningum, mikið hlegið en verst fannst mér samt að Hemmi skyldi ekki láta sjá sig ;)
Læt nokkrar myndir fylgja....
Hlín Ben prinsessa
Vinningsatriði kvöldsins... !!!
hmmm hvað er eiginlega að gerast hérna ?
Trillurnar þrjár
Svo kom snjórinn...
10.3.06
SKÚRA---SKRÚBBA---BÓNA
Ætla að hella mér í helgartiltektina, taka allt í gegn og þá líður manni svo vel á eftir. Verst bara að ég held að ryksugan sé orðin doldið lasin hjá mér, ryksugaði nefnilega alveg óvart soldið af vatni um daginn og það er ekki svo sniðugt skal ég segja ykkur! En ég á nú svo gífurlega góðar þrífugræjur sem ég eignaðist á enjo-kynningunni um daginn svo þetta reddast. En þessar græjur eru alveg magnaðar verð ég segja, það er bara allt annað líf að þrífa með þessu og ég geri það nánast með bros á vör :) ... svona nánast
Ætla samt að starta helginni á göngutúr niður Laugaveginn með Katrínu (a.k.a. KaKa GaGa) hljómar það ekki bara nokkuð vel.... jú mér finnst það. Fá smá orku fyrir öll þrifin. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í einu skópari eða svo fyrir afmælispjéning sem mér áskotnaðist. Svo er ég nokkuð viss um að Katrín skelli sér á eins og kannski eitt flufffy pils.... hver veit?
Danni skanni er síðan alveg að verða 25.ára og ætlar í því tilefni að bjóða okkur TMC-urum í snæðing og tjútt. Gæti orðið heljarinnar fjör enda Daníel Scheving höfðingi heim að sækja ;)
3.3.06
--- Vatnsberinn ---