29.10.05

Tenglatiltekt...

Er búin að gera smá öppdeit á tenglunum hér til hægri, m.a. búin að bæta inn Ásu Ninnu stinnu og Dagbjörtu Láru frænku. Svo skellti ég inn síðunni hjá Jónínu & Sigga (TMC félaga) sem eru búin að vera í svaðalegri heimsreisu síðan í lok ágúst og eiga enn 2 mánuði eftir! Síðan átti ég alltaf eftir að breyta tenglinum hjá henni Bryndísi bestustu minni og Eiríki sem nú stúderar í Harvard en nú er það komið í lag. Já og síðast en ekki síst er það uppskriftarsíða Gaflarans en þar laumar móðirin úr Hafnarfirðinum inn ýmsum girnilegum réttum. Snilldarhugmynd hjá henni, er að hugsa um að gera slíkt hið sama....

Ef það eru einhverjir sem ég á eftir að bæta inn þá bara um að gera að tjá sig um það með eins og einu commenti..... annars held ég að það séu bara allir hættir að lesa þetta ruglumbull, já held það svei mér þá... eða hvað? Er e-r að lesa þetta......
hmmmm hAAAAAAA hmmmmm ???

28.10.05

klukkerí...

Fyrir talsvert mörgum vikum síðan þá var ég klukkuð og núna ætla ég að standa mína pligt og skrifa 5 staðreyndir um sjálfa mig!

1. Ég lærði á píanó í 3 ár
Var samviskusöm og æfði mig heima fyrir hvern tíma, spilaði á tónleikum og einnig fyrir gesti og gangandi........ í dag kann ég EKKERT!

2. Ég er með augnhára-fóbíu
og á mjög háu stigi....... ég veit ekkert viðbjóðslegra! *gubb*

3. Ég hef verið meðhjálpari
Í aðfangadagsmessu í Stokkseyrarkirkju árið 1995 var ég svo heppin að fá að leysa hann afa minn af og gerast meðhjálpari. Þetta er ein bíssíasta messa mín hingað til því auk meðhjálparstarfanna var ég að sjálfsögðu líka í kórnum og söng m.a. tvísöng svo ég hljóp upp og niður kirkjustigann alla messuna. Afar dýrmæt minning og er ég endalaust þakklát honum afa mínum fyrir að treysta mér fyrir því sem hann gerði svo vel.

4. Bjó í Svíþjóð
Þegar ég var aðeins 6 mánaða gömul fór ég með fjölskyldunni til Svíþjóðar að heimsækja móðursystir mína. Þar dvöldum við í 1 mánuð. Ég sagði hinsvegar öllum til 13 aldurs "Ég átti heima í Svíþjóð þegar ég var lítil". Fannst það e-ð svo kúl!

5. Leikari - Ljósmyndari - Söngvari - Sjúkraþjálfari
Þetta var það sem ég dreymdi um að verða þegar ég yrði stór! Þegar ég fór í starfskynningu í 10. bekk fór ég einmitt í Þjóðleikhúsið, Ljósmyndastofuna Nærmynd, Söngskóla Reykjavíkur og til sjúkraþjálfara... hmmm hvað gerðist svo í millitíðinni ???

Ég átti víst að skrifa 5 staðreyndir um mig sem fáir vita, spurning hvort þessar komi einhverjum á óvart!





25.10.05

Myndablogg

Kvennabaràtta!
Myndina sendi ég

20.10.05

Email



Týnda peysan mín.....



Getur verið að ég hafi gleymt appelsínu/bleikri hettupeysu heima hjá þér ??????

Fundarlaun í boði!

Póstbloggfærslu sendi ég

14.10.05

jæja þá er maður mættur á klakann eftir 3 mánuði í Króatíu.....
nei nei erum svosem löngu kominn heim þó svo að við hefðum helst viljað vera þarna til jóla.
Yndisleg ferð, ofboðslega fallegt þarna, góður matur og Króatarnir svo einstaklega vinalegir.
Gerðum ýmislegt þrátt fyrir miklar rigningar inn á milli. Tókum t.d. bílaleigubíl og keyrðum til Ljubljana höfuðborg Slóveníu, fórum til Feneyja þar sem við sigldum á gondóla og drukkum kaffi á elsta kaffihúsi í heimi sem er staðsett á Markúsartorginu. Keyrðum líka til Ítalíu og ferðuðumst líka töluvert um Króatíu, m.a. til Pula og Rovinj. Hótelið okkar var æði þar var fullkominn líkamsræktarsalur, nudd- og snyrtistofa, tannlæknir, hárgreiðlsustofa og wellness center. Ég nýtti mér nuddstofuna ansi vel, held ég hafi farið 6 sinnum í heilnudd og borgaði skid og ingenting fyrir, allavegana miðað við hvað þetta kostar hér heima. Fór líka 1x í 90 mínútna heitsteinanudd sem var sjúklega afslappandi. Wellness centerið var ekkert ósvipað Baðstofunni í Laugum, með fullt af gufuböðum, heitum pottum, hvíldarbekkjum o.s.frv. nema að eini munurinn var að þarna var bannað að vera í sundfötum......... hmmm ég fékk smá panikk í fyrstu og ætlaði að hlaupa út en svo vandist þetta og eiginlega bara helvíti næs að spranga um allsber með allra þjóða kvikindum :/
Frábær ferð í alla staði, ferðuðumst mikið og náðum að skoða svo margt nýtt og spennandi ásamt því að gera bara ekki neitt og vera í algjörri afslöppun.
Væri til í að fara aftur á þessar slóðir og skoða meira af Austur Evrópu.

Læt nokkrar myndir fylgja með en svo er hellingur af myndum úr ferðinni inn á myndasíðunni.

Kvöldsólin í Króatíu

Krúttlegur harmonikkukall
Í Ljubljana í Slóveníu, Kristjáni langaði svo að eiga harmonikkuna hans en mig langaði að eiga kallinn!

Feneyjar
Feneyjar

Girnilegt grænmeti á markaðnum í Rovinj
Girnilegt grænmeti á markaðnum

Í fluginu á leið til Íslands eftir yndislegt frí í Króatíu
Á leiðinni heim..... :(