24.9.03

Fyrirlestur...
Hópurinn minn í Framkvæmdafræðikúrsinum erum að vinna að verkefnisáætlun fyrir stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar.
Í dag kláruðum við fyrsta hlutann af þremur og héldum í framhaldi af því heljarinnar-kynningu.
En næst á dagskrá er að dúða sig vel og bruna út í kuldann til að telja bíla á Suðurgötunni..... hmmm

Kveðjuathöfn... ;O(
Hinn alræmdi TMC hittist í hádegismat á Kaffibrennslunni í dag. Tilefnið var að kveðja hana Þóreyju okkar sem er að yfirgefa okkur og flytja til Þýskalands um ókomin tíma! Það var mikið spjallað, hlegið og etið að sjálfsögðu og sumir meira en aðrir, enduðum meira að segja með köku í desert + swiss mokka :OÞ Þessi kveðjuathöfn tók allt í allt rúma 4 klukkutíma....... 2 tímar á brennlsunni + 2 tímar út í bíl að segja bless!!!
Vonandi á þér eftir að ganga ofsa vel í Þjóðverjalandi og njóttu þess út í ystu æsar, engin tjaldferðalög samt takk!

19.9.03

IDOL...

Kannski maður skelli sér með verkfræðinördunum á Mekka Sport í kvöld að horfa á Idol keppnina. Er orðin ansi spennt - en ætli maður eigi eftir að þekkja e-n sem er að keppa ??? Þetta verður allavegana ágætis skemmtun býst ég við :)

16.9.03

Skondið...

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu á sunnudagsmorgun um að maður lægi við akbraut í borginni. Var það maður á hjóli sem hafði dottið. Var hann ölvaður en ekki slasaður.
Maðurinn hafði ákveðið að hann gæti alveg eins legið og hvílt sig og hlustað á tónlist.

15.9.03

Stjörnuspá vatnsberans....
Þú hefur áhuga á að fara í ferðalag. Verkefni sem tengjast útgáfustarfsemi, fjarlægum löndum, framhaldsmenntun og lögfræði munu ganga vel á næstunni.
hmmmm.....

Dekur....
Nýtti mér loksins dekurdaginn sem ég fékk í jólagjöf núna á laugardaginn. Vá ef maður gæti þetta einu sinni í mánuði þá væri lífið öðruvísi, viss um það!
Dekrið byrjaði á klukkutíma heilnuddi...... sem var æææði fyrir utan mjög spes umræður nuddarans þar sem hún sá á mér að ég væri hausverkja/stress týpa þá ætlaði hún að komast að rót vandans...!!! Hún kom með fáranlegar spurningar eins og " Var mikil drykkja á heimilinu þínu í æsku??? ", " Hefurðu lent í hræðilegri ástarsorg " ................ Hvað er það ????
Hún var svo viss um að ég hefði orðið fyrir e-u áfalli sem orsakaði minn hausverk!!!
Ég þoli ekki að geta aldrei bara farið í nudd þar sem nuddarinn steinþegir....!!! Maður er jú að fara til að slaka á :O)
En þrátt fyrir þessar fáranlegu umræður þá leið mér nú ansi vel á eftir!
Næst á eftir nuddinu fór ég í parafínmaska sem var þannig að ég dýfði höndunum ofan í pott fylltan af vatni með e-u dóti í og þegar ég tók hendurnar upp úr þá var ég eins og með hanska á höndunum. Svo voru hendurnar settar í poka og síðan í lúffur, svona var ég svo á meðan ég lá í klukkutíma andlitsbaði sem var æði.... :)
Ég var frá 13:00 - 15:30 og svooo endurnærð á eftir!!!

7.9.03

Þjóðhátíð...
Það er mikið að ég set inn myndir frá því í Eyjum í sumar!!!
Þetta eru reyndar bara nokkrar myndir frá því á laugardagskvöldinu því svo varð vélin batterísslaus :(

Best er að skoða hverja mynd fyrir sig, háskólaheimasvæðið er e-ð í fokki þess vegna eru myndirnar svona brenglaðar!

En vá hvað ég var búin að gleyma hvað þetta var óóóógeðslega gaman, rifjast heldur betur upp þegar maður skoðar myndirnar - pottþétt besta helgi sumarsins!!!

Hér eru Kristján & Birta Hlíf frænka í virkilega góðum fílíng.... c";)


Myndir frá vísó.....

Jæja...
Vísó á fös var fín, sérstaklega fyrirlesturinn hjá Hörn þar sem hún fór í gegnum það sem hún hefur verið að fást við síðan hún útskrifaðist sem verkfræðingur og hvaða fög nýtast henni best í dag. Það var mjög fróðlegt að heyra það!
Annars fórum við beint úr Almennu til Ásdísar & Stebba. Þar skemmti TMC sér konunglega við miklar kappumræður eins og oft vill verða þegar þessi hópur kemur saman :)
Var svo mætt hress klukkan 9 í fyrirlestur út í skóla.
Eftir fyrirlesturinn var svo afmæli hjá honum Aron Breka frænda mínum þar sem maður úðaði í sig allt of mikið af heitum réttum og gúmmelaði!!!
Eftir afmælið var stefnan tekin á félagsheimilið Drengur í Hvalfirði. Þar fórum við á tónleika hjá Blúsbyltunni, hljómsveitin hans Steinars hennar Katrínar. Ljómandi fínir tónleikar, allt frumsamin lög sem vöktu mikla athygli!
Annars er það núna bara fyrirlestur og aftur fyrirlestur!!!

5.9.03

Alltaf nóg að gera
Skóli stanslaust í dag frá 8-12. Eftir það er Framkvæmdarfræði-fyrirlestur til 17:00. Beint eftir það er fyrsta vísindaferð vetrarins, farið verður á Almennu Verkfræðistofuna! .... og beint eftir vísó er innflutningspartý hjá Stebba & Ásdísi.
Alltaf sama dagskráin hjá manni ;O/
Veit samt ekki hvort það verði e-ð massafjör á manni í kvöld þar sem það er "Átakshelgi" í Framkvæmdafræðinni um helgina!!! Fyrirlestur í dag til 17, morgun 9-13 og sunnudag: 9.00 - 16.00!!! En maður verður allavegana hress :)

4.9.03

OOOg hreyfa sig.....!!!
Jæja haldiði að maður hafi ekki drullað sér í ræktina í morgun.... enda komin tími til!!! Hef ekki hreyft mig síðan fyrir jól - ógeðslegt :(
En nú á aldeilis að taka á því - fór í Body Pumb og dó næstum því.

3.9.03

BÖMMER!!!
Klukkan er 19:00 og ég var að koma upp í skóla. Var búin að finna til hakk & sphagetti til að taka með og hita upp í skóla, sem Kristján var búin að elda handa mér. Núna ætlaði ég að fara að hita matinn þ.e.a.s áður en ég myndi sökkva mér ofan í bækurnar en NEI - haldiði að ég hafi þá ekki bara gleymt matnum heima............. uhuhuhhuhuhuhuh !!!
Ég sem ætlaði að fagna prófunum og fá mér þennan dýrindis mat :(

Búin að ná báðum sumarprófunum.... !!!
Haldiði að maður hafi ekki bara rúllað upp umhverfisverkfræðinni líka. Engin 10 í þetta skiptið en samt sem áður þá blessaðist þetta allt saman.
Og samt fór ég á Þjóðhátíð.... :) (Hélt alveg að ég myndi rústa námsferlinum með því) en nei nei aldeilis ekki!!!

2.9.03

Sýnist Daníela ætlar að verða "fimleikastjarna" eins og uppáhaldsfrænka sín.... !!!

Var að fatta að ég er alltaf búin að gleyma að setja inn myndirnar frá því á Þjóðhátíð..... sem gengur náttúrlega ekki. Nenni því samt ekki akkúrat núna en geri það mjög fljótlega :/

Var ég prettuð...
Ég fékk mail í sumar frá Búnaðarbankanum um að þeir ætluðu að greiða niður líkamsræktarkort í Baðhúsinu, Sporthúsinu & þrekhúsinu. Ef maður hafði áhuga þá var hægt að fá árskort á mjög góðu verði. Þetta var semsagt í júní sem ég fékk þetta í mail.
Svo vantar mér svo nauðsynlega árskort akkúrat núna svo ég prófaði að replaya á þetta og tékka hvort þetta væri enn í gangi.
Fékk svar og hún sagði að þetta væri búið en eitt kort væri ógreitt og ég gæti fengið það, ég þyrfti bara að senda nafn, kt og símanúmer.
Svo ég dríf í því að leggja inn á reikninginn og meðan ég var að millifæra þá ætlaði ég að láta senda mail upp á að það sæist að ég hefði lagt inn, þá tek ég eftir því að mailið er nannamg@hotmail.com!!!! Finnst það e-ð mikið skrýtið (hotmail..!!!) þar sem þetta snérist um Búnaðarbankann..... Ég HÆTTI við að millifæra og maila aftur og spyr betur út í þetta. Fékk þá trúverðugt svar svo ég bara lagði inn fyrir þetta blessaða árskort, sendi svo mail með nafni, kt og síma.
Næst þegar ég kíki á póstinn minn þá kemur að pósturinn hafi ekki farið til skila.... delivery failed system bla bla bla og núna er ég búin að reyna að maila aftur og aftur og þetta kemur alltaf!!!
OMG - gellan er orðin 25 þúsund krónum ríkari og búin að láta loka hotmailinu sínu til að losa sig við mig eða hvað........................???????????????????????
***Næsti þáttur í þessari æsispennandi ................. bla bla bla!!!****

Já maður skellti sér í bíó, ég Kristján & Katyline. Fórum á American Wedding og hún var alveg drepfyndin, við hlógum að minnsta kosti ALLA myndina :)
Ég mæli hiklaust með henni - jafnvel betri en hinar tvær ef e-ð er!!!

Jæja búin að rúlla upp heimadæmum í straumfræði þá er ekkert annað í stöðunni en að skella sér í bíó....

1.9.03

Var að fá út úr greiningunni og ég náááðiiiii....................... :) :) :) :) :) :) :)
Mér finnst ég algjör hetja þar sem það var djöfull & dauði að læra svona yfir sumartímann!!!

Myndir...
Nokkrar myndir frá því í innflutningspartýinu hjá Katy & Stones um helgina.
Myndirnar eru mjög óskýrar á myndasíðunni en þegar hver mynd er skoðuð þá eru gæðin í lagi!