31.8.03

Búið að vera brjálað að gera undanfarna daga..............
Á fimmtudagskvöldið var M.Í. matarboð hjá Katrínu og það var eiginlega líka kveðjustund með henni Sóleyju okkar áður en hún flytur aftur til Danmerkur ;( Katrín bauð upp á dýrindis pastarétt & brauð og þessa líka fínu ostaköku í eftirrétt.

Á föstudaginn var svo innflutningspartý hjá Katy & Stones í glæsihúsinu þeirra við Snorrabraut. Þar var allt TMC mætt í svaaka stuði, trítluðum svo í bæinn rúmlega 2. Tókum einn snúning á Vegamótum en kíktum svo á "Einhverfis" og dönsuðum þar eins og okkur einum er lagið :)
Á föstudaginn var líka grillveisla hjá verkfræðistofu Suðurlands en því miður varð ég að sleppa henni, ef hún hefði verið á Reykjavíkursvæðinu en ekki á Selfossi þá hefði ég komist á báða staði. Er samt ekki í vafa um að hressleikinn hafi verið þar í fyrirrúmi og án efa hefur Börkur tekið twistið með stæl :)

Á laugardaginn var svo heldur betur afmæliskökuveisla hjá Hólmfríði systir... nammi namm fullt af heitum réttum og kökum. Svo fékk ég ofsa mikið að halda á litla frændanum, hann sofnaði meira að segja tvisvar í fanginu á mér!!! Úff maður var ekki að tíma að láta hann frá sér.

Kom svo í bæinn um kvöldið þá náði Þórey Edda í mig og við kíktum í Nýnemagrill Verkfræðinnar í Nauthólsvík!!! Þegar við komum var fólk aldeilis búið að "kynnast" og gítar og gleði á ströndinni. Fórum svo Katrín, ég, Þórey, Hlín & Vala niður í bæ á Sólon, Celtic Cross og svo á Hverfisbarinn. Fórum heim um 2 en Þórey var "örlítið" lengur.............. he he

Í dag er það svo tiltekt dauðans, ætla að gera allt ofsa fínt! Elda svo e-ð gott í kvöld og "slappa af" til tilbreytingar.
Á morgun hefst svo lææærdómurinn mikli, þá fer allt á fullt, á að skila verkfefni á miðvikudaginn svo það er eins gott að drullast til að vera duglegur!!!

29.8.03

Myndir...
Loksins komnar myndir af litla sæta frændanum mínum :)
Þær koma doldið óskýrar í heildina en þegar hver mynd er skoðuð þá eru gæðin betri.

28.8.03

Afmælisbarn dagsins er..............
engin önnur en besta systir í heimi - Hólmfríður Einarsdóttir!!!
Til hamingju með daginn krútta mín c";)

Kolfinna Mist hennar Bryndísar átti afmæli 8.ágúst og hélt ofsa fína veislu með barbí-diskunum sínum, dúknum og glösunum sem hún hafði fengið að kaupa 8 mánuðum áður, en hún var búin að bíða og bíða eftir afmælinu sínu aðalega til að nota þetta líka fína "stell" sitt :)
En málið var að ég var á fullu í próflestri þegar afmælið var svo ég komst ekki. Fór því í kvöld á Njálsgötuna til mæðgnanna með afmælisgjöf handa skottunni minni. Held hún hafi verið ánægð með gjöfina (sem var voða pæjubolur) allavegana vildi hún strax máta hann og var svo engan veginn á leiðinni úr honum! Kristján kom svo til okkur og Kolla fékk hann með sér í nokkra vel valda leiki ... ;O)

Búið að vera nóg að snúast í allan dag....... fórum í greiðslumat hjá ömurlegustu "frú" í heimi. Þær geta drepið mig svona slæðukellingar sem hafa ekkert betra við daginn að gera en að vera grútleiðinlegar! Hún var svvoooo leiðinleg, hef aldrei vitað annað eins, var endalaust að segja okkur " já þið verðið að vera með íbúðavottorð, það þýðir ekkert að mæta bara í greiðslumat og ekki með... bla bla bla og við alveg " já við erum með það". Svo kom mjög hæðnislega " Þið verðið að vera með afrit að skattaskýrslum" tuð tuð tuð.... bla bla bla. Svo þegar hún sá að við vorum með alla þá pappira sem þurfti þá kom í gömlu skruddunni " JÆJA (og horfði á okkur eins og við værum fávitar) - Hvernig ætli þið svo að fjármagna þessi kaup????". Bara eins og við hefðum aldrei hugsað út í það að við værum að fara að kaupa íbúð og hvað þá hvernig við ættum að fjááááármagna hana!!!!!
Vá ég get ekki lýst því nógu vel í rituðu máli hvað hún var ööööömurleg en shit hvað ég var að tryllast. Kristján var meira að segja orðin pirraður og þarf nú samt mikið til !!!
En við allavegana fórum í greiðslumat og fáum sennilega út úr því á mánudaginn.

27.8.03

Úff.... full mikið að fyrsti skóladagurinn sé alveg frá 8-16!!!
Af hverju getur þetta ekki verið eins og þegar maður var í Kvennó - þá var alltaf fyrsti tíminn í mesta lagi 5 mínútur, kennarinn rétt sagði hvað hann hét og rétti manni námsáætlun..... ;O(

26.8.03

Gleymi að segja frá því allra merkilegasta - Katrín & Steinar eru flutt!!!! Daradadamm.......
Já hún Katrín er flutt úr foreldrahúsum í höfuðborgina miklu, steinsnar frá miðbænum.
Fór að skoða íbúðina áðan og líst stórvel á - hús við hæfi myndi sultan orða það he he
Svo eru nánast allir TMC meðlimir að færa sig um set, Þórey Edda keypti síðasta vegtur, Ásdís & Stebbi fluttu sig í sumar á Hjónagarðana, Hlín flytur sig um í Hafnarfirðinum um helgina, Ásdís & Doddi keyptu íbúð í vesturbænum í síðustu viku og Danni & Kristrún flutti í gær í 200 fm einbýlishús við Ægissíðuna! Vonandi verður svo ekki langt í að Kristján & frú flytji.

Skólinn að byrja á morgun!!!
Fékk þó 2 daga í frí - ansi gott, Kristján var meira að segja í fríi með mér og verða þetta örugglega einu dagarnir sem við verðum í fríi saman á þessu ári. Var að segja við Kris að við yrðum að nýta þessa daga mjööög vel og kaupa m.a. jólagjafirnar.... he he
En þó svo að ég væri alveg til í smáááá frí þá er ég samt doldið spennt að byrja í skólanum, alltaf jafn spennandi að kaupa nýju skólabækurnar og svona. Kúrsarnir eru líka ofurspennandi eins og Álag & öryggi burðarvirkja, Straumfræði, Samgöngutækni, Framkvæmdafræði og Jarðtækni & grundun. Stundaskráin lítur líka alveg ágætlega út.

Greiðslumat........
Jæja það er allt að gerast hjá Sísí & Didda þessa dagana!!!
Eyddum öllum gærdeginum í að redda pappírum til að fara með í greiðslumat (afrit af skattaskýrslum, LÍN, íbúðarvottorð o.fl). Þar sem við erum að láta okkur dreyma um að geta keypt okkur "einhvern tímann" litla sæta íbúð þá verðum við víst að drulla okkur í þetta blessaða mat. Verðum komin með alla pappíra á hádegi á morgun svo þá getum við farið - svo það kemur sennilega í ljós á fimmtudag hvort að við getum keypt okkur fyrir 5 milljónir eða 25...... spendende!

Jæja fyrst núna að geta skrifað eftir þetta massa próf á laugardaginn...
Ætlaði aldeilis að skella mér á tjúttið um kvöldið og skreppa í Modjo-partý aðallega til að sjá tískusýningu sem Ása Ninna krútta mín var að halda (13 dress sem hún var búin að hanna & sauma) en nei nei.... ég var svoooo búin á því að ég komst ekki neitt, lá bara eins og skata heima með vænan hausverk & svoleiðis fínerí!!! Enda ekki mikið um svefn kannski nokkuð margar nætur á undan.

22.8.03

Svenni sulta er svo að redda sumarprófunum hjá okkur!!!!!!!!!!!!!!!

".......... Af hverju að fá sér núðlusúpu á 50 kall ef að peningar eru það eina sem maður á nóg af................"

19.8.03

Var að koma úr umhverfis og gekk bara fínt, já ég held það bara, þangað til annað kemur í ljós.
Þá er að svissa yfir í greininguna: Kúluhnit - Lagrange - Flæði - Straumlínur og annað sérdeilis skemmtilegt.
Lífið leikur við mig............... c";)

Ef einhver skilur þessa setningu þá má sá hinn sami láta mig vita:

Lausn á þessu er fyrir utan tilheyrir fræðum sem ekki tilheyra þessum áfanga............................. hahahhahahhahahahaaaaaaaaa

18.8.03

Fór á Sólheima um helgina til að fá smá innblástur í lærdóminn og hafði það very fínt. Er svo komin upp í skóla núna - mér leiðist, finnst leiðinlegt að læra þegar það er sumar og það er próf á morgun.
Ég á svo bágt ............ sendið mér peninga!!!

Spurning dagsins.....
Ég spyr.... í hverju lendir Þórey Edda ekki ?????? hahahahahahaaaaaaaaaaaaaaaa

13.8.03

Gullkorn dagsins........
Rimlagardínurnar mínar eru orðnar svo gamlar að þær eru alveg að fara að fá bílpróf!!!! ha ha ha

11.8.03

Ámundi bekkjarbróðir var að læra með okkur í dag. Klukkan 21:00 tekur hann dótið sitt saman og segir: " Ég ætla bara að hætta snemma í dag og koma þá frekar seint á morgun "................... hí hí hí

Þórey Edda sagði mér óóóógeðslega fyndna sögu í dag.
Þegar hún var lítil stúlka átti hún svo ofsalega fína bláa Álafosskápu. Fyrsta skiptið sem hún fór í kápuna sína þá hittir hún frænda sinn sem segir " Nei nei mín bara fín í kápu ".................. Þórey fór aldrei framar í kápuna !!! ha ha ha

10.8.03

Á Þjóðhátíð var ég að lesa eyjafréttir og þar var þessi líka snilldar auglýsing.....

PASSAMYNDIR - PASSAMYNDIR

Tek að mér að PASSA MYNDIR!!!


Sími: 481-1132


Pæliði í húmor............

9.8.03

Kristján ammmilisbarn
Hann er orðinn árinu eldri pilturinn.... úff !!!
En til hamingju ástin mín ;O*

M.Í...
Jæja mikill spenningur í loftinu - Matarklúbbur Íslands kemur saman í kveld í nýju íbúðinni hjá Steru & Stinna!
Það sem er spennandi við þetta er að Sóley Dan er að mæta með sin nije kjereste.... sem er verkfræði-foli frá Espania!!! Vúff ekki skrýtið að liðið sé að taka trylling af spenningi. Ætlum að borða mexíkanskt saman og reyna að kynnast nýja MÍ meðliminum nokkuð vel ;O)

VR-II...
Ég var að vona að ég þyrfti ekki að koma inn í þetta húsnæði meir, eða allavegana ekki neitt í sumar. Ó nei - verða komið að prófum svo var ekki um annað að ræða en að mæta þangað í dag... ;o(
Það var nú samt ekkert svo hræðilegt eftir allt saman - eiginlega bara ótrúlega fínt !!!
Nú er maður orðinn svo merkilegur, verða kominn á 3ja ár og þá fær maður 3ja árs borð í 3ja árs stofunni..... úúúúúúúú
Við Katrín sátum aðeins á borðunum okkar í dag svona til að komast í fíling ;O)

Eitthvað er maður nú sætur.... ;O)

6.8.03

LOKSINS KOMINN STRÁKUR.....
Hólmfríður systir eignaðist gullfallegan prins rétt fyrir klukkan 16:00 í gær, 5. ágúst!!! Hann var 16 merkur & 52 cm.
Fæðingin gekk hálf erfiðlega en móður og barni heilsast vel.
Fékk að sjá hann þegar hann var tæplega 2 klukkustundar gamall og VÁ hvað maður er mikið rassgat. Ætla að kíkja aftur á hann í hádeginu... og ég get ekki beðið. Tók fullt af myndum af sætastanum sem ég set inn sem fyrst.

Þjóðhátíð var vægast sagt geðveik!!! Hef bara sjaldan skemmt mér jafn ógeðslega vel. Flugum eftir hádegi á laugardag og lentum í þvílíkri blíðu að maður var að kafna. Vorum boðin í grillveislu í bjálkahúsið hans Árna Johnsen bæði laugardag og sunnudag & þvílíkt hús - tók fullt af myndum af því. Svo klikkaði náttúrlega ekki flugeldasýningin, brekkusöngurinn, blysin og allt þetta sem fylgir því að vera á Þjóðhátíð..... kíktum á liðið sem við þekktum í hvítu tjöldunum svo maður fékk að smakka Lunda í fyrsta skipti, nammi namm ;O) Þetta var semsagt hrikalega skettleg helgi og ég sé sko ekki eftir því að hafa drullað mér - Ó NEI!!!

1.8.03

FÖRUM Á ÞJÓÐHÁTÍÐ ;O) ;O) ;O) ;O) ;O) ;O) ;O) ;O)
Juhúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúú
Verðum með einkaflugmann og allan pakkann sem flýgur með okkur á hádegi á morgun og nær svo í okkur á mánudag. Svo verðum við sennilega í heimahúsi eða fáum allavegana að tjalda í garðinum þar.
Semsagt dúndurfjör framundan !!!
Þarf núna að snáfast til að pakka niður í tösku, veit bara að ég ætla með skærgulu peysuna mína upp á að Kristján tíni mér ekki en meira veit ég ekki...... þarf eiginlega að komast að því núna!

OMG....
Planið aðeins búið að breytast - örlítið!!! Gæti alveg eins strokað út síðustu færslu þar sem ég skrifa að við Kris ætlum að eyða helginni á Sólheimum og verja mestum tímanum í lærdóm, já nei aldeilis ekki !!! Nú er það bara ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM.... Kristján fékk ókeypis miða svo það er ekki annað hægt en að snáfast bara, eða hvað finnst ykkur.
Rétt missti af Gauta frænda sem er búin að vera að fljúga fleiri fleiri ferðir á milli því nú er hann bara farinn að skemmta sér í dalnum. En hann er samt sennilega búin að redda því að flugkennarinn hans fljúgi með okkur, kemur allt í ljós innan skamms..... daradadamm
Svo nú er það bara að henda prjónapeysunni ofan í tösku og setja í fluggírinn eða hvað ???????????????????
Málið er að við erum samt ekki enn búin að ákveða okkur ;O( Vitum eiginlega ekkert hvað við eigum að gera!!! En okkur langar svoooo og "allir" eru að fara.....
Ætlum að heyra í þessum flugkennara og melta þetta með kvöldinu því myndum hvort sem er ekki fara fyrr en á morgun.

"Eyjan sem eitt sinn undir ösku lá..............." hí hí