6.8.03

LOKSINS KOMINN STRÁKUR.....
Hólmfríður systir eignaðist gullfallegan prins rétt fyrir klukkan 16:00 í gær, 5. ágúst!!! Hann var 16 merkur & 52 cm.
Fæðingin gekk hálf erfiðlega en móður og barni heilsast vel.
Fékk að sjá hann þegar hann var tæplega 2 klukkustundar gamall og VÁ hvað maður er mikið rassgat. Ætla að kíkja aftur á hann í hádeginu... og ég get ekki beðið. Tók fullt af myndum af sætastanum sem ég set inn sem fyrst.