18.3.05

2 barna móðir ...

Get ekki beðið þar til klukkan slær 4 því þá brunum við í sveitina og sækjum Daníelu & Mikael Fannar. Storesös er að fara til Prag svo við erum svo heppin að fá að hafa gríslingana alla helgina ;O)
Daníela er búin að vera voða spennt að fá að gista í höfuðborginni, svo er hún er orðin svo mikil brandarakerling og hér kemur einn góður:
Einu sinni voru tveir tómatar að labba á götunni, þá kom bíll og keyrði, þá sagði tómaturinn: "Komdu PRUMPU tómatur"

Svo var Daníela aðeins að diskutera við mömmu sína og segir svo allt í einu: "Svo segi ég við Kristján, eigum við að baka köku?"

Mamma hennar: "Já og hvað heldurðu að Kristján segi þá?"

Daníela: "Nei ekki núna, kannski á morgun!"Póstbloggfærslu sendi silja

17.3.05

SUÐRÆNT & SEIÐANDI.....

Er að plana smá "happening" sem verður að innihalda mjög svo mikla Hawai stemmingu!!!
Ég þarf að finna 2-3 lög sem falla undir þetta, er með í huga lög eins og t.d. Cobocabana "Her name is Lola, she was a showgirl... "
Hvaða fleiri lög passa .... KOMA SVO !!!! ,)

Póstbloggfærslu sendi silja

15.3.05

SPEKI DAGSINS...

Enginn meinar allt sem hann segir og sárafáir segja allt sem þeir meina

14.3.05

Spurning:
Hvað er páskaegg nr 7 frá nóa síríus mörg grömm og hvað eru margir páskaungar á því, veit það einhver????

Svar:
man ekki þyngdina en það eru 2 ungar

Ég og Katrín rákumst á þessa umræðu á barnaland.is ásamt fullt af öðrum mjög skondnum umræðum. Af hverju stekkur fólk ekki bara út í næstu sjoppu og tékkar á þessu, nei ég segi nú bara svona.... ;) Af hverju líka að vita akkúrat upp á gramm með páskaeggið, ég vil allavegana sem minnst vita um grömmin og ímynda mér frekar að það sé 0 gr ;/

Við Katrín töluðum saman í tæpa 3 tíma .......... og hún hélt meira að segja tískusýningu fyrir mig alla leið frá Sverige á öllum nýju dressunum sem hún er búin að fá sér undanfarna daga :O)

13.3.05


Bara aðeins að rifja upp stemminguna í Garðastrætinu á fös....

12.3.05

Var að vinna til rúmlega 8 og var að spá í að kippa einni pizzu með heim þar sem ég var búin að sannfæra sjálfa mig um það að ég væri bara einfaldlega of þreytt til að elda ;/
En síðan fékk ég þá snilldarhugmynd að koma frekar við á Maru og fá þar Take Away Sushi bakka..... ;OÞ


Hættum snemma á föstudaginn og skelltum okkur í vísinda/vettvangsferð í Hótel 1919, Pósthússtræti. Það var ansi fróðleg ferð og gaman að sjá hvað felst í því að breyta gömlu friðuðu húsi í nútímalegt hótel!
Á eftir settumst við svo niður á 101 hótel. Ég stoppaði reyndar frekar stutt þar því það var kominn tími á að fara að gera og græja ýmislegt fyrir idolpartýiið mikla!
Ég trítlaði af 101 yfir í Ostabúðina á Skólavörðustígnum og verslaði þar ýmislegt gúmmelaði til að bjóða upp á í partýinu ;OÞ
Fólk fór síðan að flykkjast í Garðastrætið upp úr 20:00 og koma sér fyrir í bíósalnum... hehe vorum með skjávarpa og vörpuðum honum á allan stofuvegginn þ.a. manni leið eins og í sal 2 í Háskólabíó ,)
Allir virtust sáttir við úrslitin og voru mikil fagnaðarlæti í langan tíma á eftir....
Alltaf bættist síðan í hópinn eftir því sem leið á nóttina og allir svooo hressir, sem er nú fyrir öllu hí hí

11.3.05

101 hótel ...

Hittumst þar í gær sá hluti MÍ sem ennþá er á klakanum!
Svakalega fansí staður og bara huggulegur í alla staði.
Við náðum að kjafta alveg heilmikið enda orði ansi langt síðan Mafían kom síðast saman!!!Póstbloggfærslu sendi silja

Aftur á skólabekk ...

Var á námskeiði mánudag & þriðjudag og fékk smá VR2 fíling, svei mér þá. Það voru 2 bretar sem héldu námskeiðið og það rifjaðist upp fyrir mér hvað bretar eru ógeðslega fyndnir ;)
Í huganum var ég allt í einu komin til London í Mastersnám í Verkfræði !!! hmmm ;/


Póstbloggfærslu sendi silja

9.3.05

LAUS BÚSTAÐUR ... ???

Alltaf fannst mér svo ansi hreint langt í páskana en viti menn nú aðeins 2 vikur !!!!
Ég sem ætlaði að vera búin að græja bústað og sonna ;/

Svo ef það er e-r sem veit um bústað sem er á lausu um páskana þá endilega látið mig vita ............. plííííííiiiiiiiiiiis ;O)

hmmm stutt í páskaeggjaát ;)

MAR AÐ REYNA SLAPPA AF ....
Var í heita pottinum í Baðstofunni Laugum alveg að reyna að slaaaaaaka slaaaaka slaaaaka en nei nei er ekki e-r ömurlegur gaur líka í pottinum og að SYNGJA á milljón!!! Ok ég gaf honum smá séns hélt þetta væri bara svona smá söngl hjá honum sem myndi líða hjá ;/
Hann heldur áfram og fer að syngja hærra og hæææærrrra ......
Ég gef honum illt auga!
Honum er slétt sama.
Ég stend upp og labba í gufu !

6.3.05

Hljóðlega af stað ....

Hljómsveitin HJÁLMAR er svo búin að hjálpa mér svona stemmingslega séð um helgina ;)
Mæli með því að allir útvegi sér þennan frábæra disk!


Póstbloggfærslu sendi silja

5.3.05

Þvílíkt kóngaboð í gær ... vááaaaa !!!
Þetta var eins og á fínasta veitingahúsi: Fordrykkur - Forréttur - Aðalréttur - Eftirréttur - allar tegundir af víni! Horfðum svo á idolið og ég var sátt við úrslitin þó svo að ég hafi verið búin að spá því öðruvísi, en samkvæmt frammistöðu kvöldsins þá var þetta sanngjarnt! En djö er Hildur Vala mikill töffari.... !!! Ég er svo sjúk í hana.... hehhe ;)
Síðan var kjaftað, dansað, kjaftað meira og dansað enn meira! Ég var nú samt bara ansi róleg og stakk meira að segja af í fyrri kantinum, þurfti nebblega að mæta í vinnu í morgun ;/ og ég er enn að vinna og á endalaust mikið eftir hmm! Held ég taki mér nú samt pásu í kvöld og massi þetta á morgun!Póstbloggfærslu sendi silja

4.3.05

Við erum allar í vinnunni svo spenntar fyrir kvöldinu að það getur enginn unnið .... hí hí ;)
Þetta verður víst rosalegt!!!!
Annars er ég núna á leiðinni í TMC löns á Sólon... hmm hvað ætti ég að fá mér?
Hvað ætlar fólk svo að gera um helgina???? ,) Alltaf gaman að vita hvað allir eru að bardúsa...

Póstbloggfærslu sendi silja

3.3.05

Ætlaði nú að vinna frameftir og klára ofsa mikið en svo var ég bara allt í einu bara alveg hrikalega þreytt, fannst ég líka einhvern veginn vera að missa sjónina, allt var svona flöktandi og ég þurfti alveg að berjast við að halda augunum opnum! hmmm þ.a. mér fannst tími til kominn að fara heim ;/ Kris var bissí þ.a. Guðrún sótti mig um 20:00 og við fórum í "strætið" og kúrðum okkur upp í sófa með teppi og kósíheit". Ætluðum að horfa á American Idol en svo kjöftuðum við svo mikið að við misstum alveg af því.
Nú er komin ennþá meiri helgi og hápunkturinn er á morgun... þá verður svaðalegt VSÓ stúlku matarboðs-djamms-heitapotts PARTÝ!!! hmm maður er bara alltaf í pottapartýum en það er nú bara stuuuð! Ofsa stemming fyrir kvöldinu og ég voða hress ... hehe ;)
En ég ætla nú samt að vona að það verði horft á idolið, úff að það gleymist ekki í öllum skemmtilegheitunum.....!!! Ég held mig ennþá við sömu röð og áður:
1. Hildur Vala
2. Davíð Smári
3. Heiða
Eruði ekki annars hress ?????

Mæðgurnar farnar að blogga ....
Já haldiði ekki að hún Bryndís mín sé farin að blogga! og að sjálfsögðu er Kolfinna Mist sætasta líka komin með heimasíðu ;O) Ég er meira að segja búin að linka inn á þær svo það er eins gott að þær standi sig tihíhííííí ;)

Ég er svo sjúk í ipoddinn minn ...


2.3.05

Vil fá að óska henni Ríkey innilega til hamingju með B.Sc gráðuna sína , hún kom ansi óvænt til landsins síðustu helgi til að vera við útskriftina. Þau skötuhjú kíktu síðan í Garðastrætið í kvöld og ansi hress að vanda. Það er alltaf jafn gaman að hitta TMC félaga og sérstaklega þegar það er nú ekki mikið af þeim þessa dagana... En við erum að spá í að reyna að smala saman í löns á fös samt sem áður, hvernig líst ykkur á það ???? (Sólon kl. 12:00)
Mér finnst vikurnar líða óhugnanlega hratt, 2. mars í dag, hugsiði ykkur 2 mánuðir búnir af þessu ári!!! og 10 eftir!
Vikurnar líða líka sérstaklega hratt hjá mér því ég læt helgarnar alltaf byrja á miðvikudagskvöldum, ótrúlega hentugt því þá er eiginlega alltaf helgi hjá mér ;)

1.3.05

Tilkynning - Tilkynning ....

Veit e-r hvar ég get keypt POLOROID myndavél ???????Póstbloggfærslu sendi silja