27.5.03

Sól & sumar........
Þvílíkt veður - búið að vera æðislegt í allan dag og ég svo heppin að vera úti að mæla. Aldrei að vita nema maður nái að verða brúnn í þessari viku, það væri nú sérdeilis prýðilegt ;O)

Eurovision....
Mér sýnist allir vera nokkuð sáttir við Eurovision, Birgitta stóð sig vel - var auðvitað langflottust!
Við Kristján vorum í júró-partýi hjá Helga & Lóu ásamt Gunna & Þóru og Daða. Grilluðum ofsagóðan mat og höfðum það hressilegt. Kíktum svo í bæinn um 2 leytið, fórum á Hverfisbarinn og dönsuðum þar alveg kolkreisí...semsagt fínasta kvöld. Hefðum samt mátt lenda ofar í keppninni en samt alveg ásættanlegt, gaman var að fylgjast með hópnum á bloggsíðunni hjá Gísla og Loga ;O)

26.5.03

Gleymdi að segja hvað próflokadjammið gekk vel. Hittumst allur bekkurinn á Tapas á undan og fengum okkar ofsagott að borða, ég fékk mér t.d. beikonvafinn túnfisk, hvítlauksristaða humarhala og blandaðar ólívur og síðan creme catalonia með 43 í eftirrétt. (Já kannski var ég svöng). En Tapas þýðir smáréttir fyrir þá sem ekki vita það og áður en ég verð þekkt sem stelpan sem pantaði sér svo ógeðslega mikið á Tapas ;O) Eftir allt átið var síðan sameiginlegt partý fyrir allar verkfræðideildirnar út á nesi, þar var dansað af sér rassgatið við dj-inn sívinsæla Steina po!!! Eftir að því lauk var kíkt aðeins í bæinn, annars var svo hrikalega mikið af fólki í bænum að við rétt stoppuðum á Prikinu og svo var það Aktu Taktu sem freistaði okkur meira en löng biðröð á skemmtistað ;O)
Hér má sjá nokkrar myndir af kvöldinu góða..... og fleiri

Jæja........
Alveg kominn tími til að blogga smá!!!
Það er samt svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég man ekki meir. En allavegana ..... ég er "flutt" austur, bý á Stokkseyri í mínum heimabæ. Er svo að vinna á Verkfræðistofu Suðurlands í góðu rokki. Við skötuhjúin ætlum að skiptast á að búa hjá hvort öðru og reyna að vera kærustupar þetta sumarið ;O)
Þetta er núna mín vika í að keyra í bæinn svo hér er ég stödd í Garðabænum nýbúin með vænan grillaðan borgara og súkkulaðiköku í eftirrétt hjá bróður mínum kæra. Skrapp aðeins í Kringluna og Smáralind áðan bara svona til að fá aftur borgarfílinginn........
Semsagt hressleiki hjá Silju Hrund þetta vorið..... þvílíkur lúxus að vera ekki í skóla!!!

14.5.03

Út að borða.......
Fór út að borða í gær til að halda upp á próflokin, verð örugglega í allt sumar að fagna því að vera búin í prófum :O)
Fórum á Galileó og ég fékk mér ofsa, ofsa gott - spaghettí með túnfisk, hvítlauk, kapers og basil... nammi namm.
Stalst áðan í Smáralind og sá svoooo mikið að ógillega flottum fötum :O(
Hvað á maður að gera???

Svooo heppin......

Fer í ókeypis andlitsbað, húðhreinsun, djúphreinsun, andlitsnudd, litun & plokkun í fyrramálið klukkan 8:15 :O)
Akkúrat það sem mér vantaði....... ýkt sátt!!!

Jibbí.............
Búin í þessum fjandans prófum svo nú hef ég loksins tíma til að:
Sofa
Borða góðan mat
Brosa
Kaupa föt
Vinna
Eignast pening
Vera í pilsi og sumarskóm
Borða ís mörgum sinnum á dag
Fara í sund
Fara í göngutúra
og fullt meira ógillega skettlegt!!!!!!!!!!!!!!


13.5.03

Get ekki beðið.................

Eftir 30 mínútur hefst síðasta prófið mitt á þessu öðru námsári mínu í verkfræði. Svo eftir 3 og 1/2 tíma verð ég BÚIN í prófum.............. :O)
Hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga undanfarna daga vegna mikilla prófanna en mun bæta úr því þegar helvítið er búið. Hef hvort sem er ekki haft neitt að segja en eftir klukkan 17 í dag byrjar betri tíð og allt verður SVOOOO skettlegt....
"Sumarið er komið....."