29.10.02

Laugardagurinn 02.nóv

Þá er ég aftur að passa Daníelu og alveg frá því um morguninn og þangað til um nóttina.
Við kristján vorum að tala um hvað okkur hlakkaði til að hafa hana í svona langan tíma og hvað við gætum gert með henni.
Fórum síðan að hugsa hvað það væri ógeðslega fyndið ef við færum með hana í leikhús, t.d. á Jón Odd og Jón Bjarna.
Vá hvað við hlógum endalaust, hún alveg í sínu fínasta pússi í Þjóðleikhúsinu, ekkert að skilja (hún er sko bara 10 mánaða).................. :O)

En er hægt að vera meira krútt????
ÆTLA AÐ VERA...........

SVO dugleg að læra í dag, ég skal ná að gera hrikalega mikið!!!
Búið að vera svo mikið að gera undanfarið (togþolsskýrsla, steypugerð, próf og erfið heimadæmi) þ.a. ég hef ekkert náð að læra allt hitt.
Ég skal, ég skal, ég skal, ég skal, ég skal, ég skal..............

Búin að vera heima í allan dag að passa hana litlu sætu Daníelu.
Þær mæðgurnar komu í gærkvöldi og gistu hjá okkur. Svo fór Hólmfríður í morgun og við Daníela vorum einar eftir að kúra.
Vöknuðum svo um 9 og fengum okkur hafragraut.28.10.02

Svaka stuð hjá Mafíunni um helgina

26.10.02

ALLTAF HRESSANDI AÐ HITTA MAFÍUNA.............

Katrín er gestgjafinn í kvöld og á örugglega eftir að hrista e-ð ljúffengt fram úr erminni!!!
Svo hefur heyrst að það eigi að vera nammiátskeppni á eftir (eins og það sé ekki alltaf)............. :O)P.s. er Þórey að stara á brjóstin á Katrínu????


HLÍN BEIB!!!..............
Hlín er að fara til Parísar að keppa í fimleikum eftir nokkra daga og hópurinn hélt sýningu á þriðjudaginn!!!
Við Kristján mættum auðvitað og að sjálfsögðu með myndavélina...............
Sjáiði gelluna :O)Heppnaðist frábærlega hjá TMC (The Math Club) í Kef síðustu helgi!!!

TAKK FRIÐRIK !!!

Friðrik er bjargvættur.
Alltaf jafn þolinmóður að hjálpa Silju sinni í heimasíðugerð!!!
Kenndi mér að koma öllum digital myndunum mínum á netið.

Vorum að eignast digital cameru svo þið megið búast við trilljón myndum á næstunni.

Kv,
Silja Hr, myndasmiður

Mesta krúttið!!!!

Fyrsta myndin verður að vera af Daníelu sætastu.
Hér er hún nýfædd, bara dagsgömul.

25.10.02

GÁTA DAGSINS !!!

Hver er stúlkan.........???????????

24.10.02

Jæja alveg kominn tími á blogg en ætla samt ekki að blogga núna, frekar að fara bara að sofa.......................
Vildi samt láta vita að það verður sko weblogað af krafti frá og með morgundeginum.

En ætli það sé ekki best að halda sér innan borgarinnar um helgina svo sumir, greiddir geti haldið ró sinni................. :O)

19.10.02

Var að koma úr klippingu frá hinni geysivinsælu Guðrúnu Gísla..........
Kíkti líka á krúttakrúttið mitt hana Ásu Ninnu :OÞ
Þurfti svo að bruna út í skóla til að ná í dæmablaðið í greiningu, af hverju getur hann Reynir sálugi ekki bara skellt þessu á netið, taka smá þátt í 21.öldinni!!!
En nei, þar sem verkfræðideildin á heimsmet í öldruðum kennurum þá alls ekkert að vera í einhverjum svoleiðis pælingum!!!

En nú er að nálgast í Kef-fjörið og lagúnið!!!
Þarf að fara að tékka á uniforminu og hafa allt til......... :O)

18.10.02

Sísí fer í ..................

.....klippingu!!! (Emma fer til tannlæknis ;O).........)
Já í fyrramálið fer Sísí litla loksins í lit & klipp.
Spurning hvort maður láti allt fjúka og verði bara soldið röff í Kef :O)

Hressandi dagar!

Lítur út fyrir ansi hressandi föstudagskvöld.............. verð örugglega frameftir að gera Togþolsskýrslu með Þóreyju.
Hressilegt ekki satt???........... Reyndar ekki en það verður að hafa það :O(

16.10.02

AMANDA eða TRISTA ?????????????

Ansans, ég sem hélt með Tristu......... :O(
En hann var greinilega hrifnari af Amöndu eða brjóstunum hennar svo ætli það sé ekki honum fyrir bestu að velja hana!!! Kræst hvað maður er vitlaus að vera að fylgjast með þessu og að vera þar að auki spenntur.........................

Búin að gera ýmislegt í dag, t.d. skruppum við K-line í Ikea og keyptum eitt stykki gæðahengi !!!

3 dagar........

3 dagar í daginn mikla og fólk nánast að verða komið í form, en við pössum okkur samt á því að æfa bara á M-dögum (mánud & miðvikud)....... :O)


15.10.02

4 DAGAR...................

Núna eru 4 dagar í að The Math Club skundi til Keflavíkur !!!
Foreldrar Ásdísar ætla að vera svo rausnarlegir að bjóða öllum stærðfræðinördunum í mat :O)
Við ætlum að byrja á að slaka á í Bláa Lóninu á undan, sem sumir eru aðeins að taka of alvarlega (fljótandi í mánuð - já þú Siggi)!!!
Það verður án efa hrikalega gaman & örugglega mikið hlegið.......................... :O) :O) :O)

M.Í. meðLIMIR..................

Bloggið okkar eða Matarklúbbs Íslands er undir matarklubburinn.blogspot.com, þetta er auðvitað matarklúbburINN svo það sé á hreinu.

Verðið að tala við mig til að fá users & passers!
Keep on dancing girls !!!

13.10.02

Sóley hvernig fórstu að þessu..............
Notaðirðu sama password og M.I hefur ???
Þegar ég ætla að skrifa inn á matarklubbnum þá kemur allt bloggið þitt og allt dottið út frá M.Í.........
Þú er bara byrjað af krafti :O)

Það var lítið Sóley................... og hafðu góða bloggdaga það sem eftir er, ég treysti á þig!!!

Jæja þá er Sóley loksins farin að blogga - samfélagið þarf ekki að bíða lengur!!! Tékk it out hér...............

THE MATH CLUB !!!

Sumir eru í saumaklúbb, aðrir í matarklúbb og jafnvel nokkrir í spilaklúbb. En nei, ég er í Stærðfræðiklúbb.............
Hann kallast "The Math Club" og meðlimirnir eru 11.

Maður verður auðvitað nörd strax við það að innrita sig í verkfræðideild Háskólans og finnst allt í einu ótrúlegustu hlutir vera eðlilegir. Eins og t.d. það að vera í klúbb sem hittist reglulega til þess eins að rækta stærðfræðikunnáttu meðlima :O)

Laugardagurinn 12.okt var svona:

Efnafræðitími 9-11
VRII (læra) 11-13
Kúnígúnd (vinna) 13-16
VRII (læra) 16-20
Heima í dýrindis máltíð 20-21

Endaði svo kvöldið á að skella mér með honum Kristjáni mínum á Hafið.
Mögnuð mynd - svo mögnuð að ég var alveg eftir mig í langan tíma á eftir......................

12.10.02

Silja Hrund listakokkur.....

Bauð Bryndísi & Kolfinnu Mist í kínverskt og gott og að sjálfsögðu ís á eftir...........
Sjáiði rassgatarófuna hana Kolfinnu :O)

10.10.02

PRÓFTAFLAN !!!

Jæja þá er komið að því - próftaflan er komin, sem minnir mann á að prófin eru ekki langt undan!!!

Hún lítur svona út:

12.des - Samfelldaraflfræði (13:30-16:30)
16.des -Jarðfræði fyrir verkfræðinga (9:00-12:00)
18.des - Stærðfræðigreining IIIB (9:00-12:00)
20.des - Efnisfræði (9:00-12:00)
21.des - Almenn Efnafræði(13:30-16:30)

Ég sem var að vona að ég yrði búin fyrr heldur en korter fyrir jól og næði nú að vinna sem flesta daga í Kúnígúnd fyrir aðfangadag...........

Ég ætlaði að gera svo mikið í dag, skiladæmi í Efnisfræði, klára tímadæmin í greiningu og lesa Efnafræðina. En þar sem ég er búin að liggja eins og skata með mígreniskast í allan dag þá er ég búin að gera akkúrat ekki neitt af þessu. Fjandans..............

9.10.02

Vá ég held að ég sé búin að vera allt of marga tíma í VRII í dag, samt búin að reikna e-ð af greiningardæmaskammtinum sem er jú gott!
Reddaði öllu að taka kvöldmatinn með Katrínu & Þóreyju Eddu á American Style......... slógum svo í gegn þegar við komum af stælnum og stóðum 3 fyrir utan bókasafnið og vorum að mæla hvort væri stærra, brjóstin á okkur eða ístran. Sjáiði þetta ekki alveg fyrir ykkur, við þrjár mongolítarnir að mæla okkur í glugganum í bókasafninu, alveg einar í heiminum með hamborgaraístrurnar út í loftið, föttuðum svo að ALLT bókasafnið var að fylgjast með okkur..............ekki sniðugt!

Var að koma úr TOGÞOLSPRÓFI.............. það var mælt hvað það tók langan tíma að toga mig í sundur og ég þoldi bara nokkuð mörg kílóNewton, sennilegasta skýringin á því er sú að þverskurðarflatarmál mitt hafi verið það mikið að um litla bjögun væri að ræða.
Reyndar var verið að mæla togþolið í sýnum af stáli, áli og messing, ansi fróðlegt og skemmtilegt allt saman.

.......... MORGUNHANAR..........

Skellti mér í ræktina í morgun. Þegar ég labbaði inn í Baðhúsið kl 7.20 þvílíkt stolt yfir að hafa nú vaknað og drifið mig í leikfimi þá mæti ég böns af konum í dyrunum sem eru að fara heim..................... semsagt búnar með sína leikfimi og búnar að blása á sér hárið og allt og bara voða sætar og fínar rúmlega 7 að morgni á leið úr ræktinni !!!!!!!!!! Hvað er það???? Hvenær eru þessar konur að vakna eiginlega, ég ekki skilja :O(

GEÐV.... PIZZUR!!!

Við K-line kláruðum Jarðfræðiverkefnið okkar á mánudaginn, sem snýst um gerð aðal- og deiliskipulags í samræmi við jarðfræðileg sjónarmið. Sem er kannski ekki frásögufærandi nema það að við pöntuðum okkur svo hrikalega góðar pizzur, (til að endast lærdómurinn), hjá Dominos að þið verðið að prófa þær, þær heita "Roma" og "Santa Fe", fá alveg 5 stjörnur...............................

Síðasta helgi var alveg ljómandi, alltaf gott að skreppa austur! Náði að læra fullt ásamt því að gera ýmislegt eins og t.d. að fara í ammmæli til hennar mömmu minnar sem þýðir náttúrlega bara KÖKUHLAÐBORÐ!!! Ansi hressandi svona í lok vikunnar, kom svo í bæinn seint á sunnudagskvöldið.

4.10.02

FARIN............

Ætla að bruna í sveitina í slökun + hörku lærdóm..................

KÆRU MÍ FÉLAGAR !!!

Eins og þið hafið kannski tekið eftir að þá er ég búin að búa til spes blogg fyrir MÍ (Matarklúbb Íslands). Þannig að núna getum við loksins hætt að hittast og getum jafnvel hætt að tala saman líka, þvílíkur lúxus.........................
Nei nei þetta verður semsagt bloggið okkar sem við 5 getum farið inn á og skrifað, búin að sms ykkur user-name og password.
Svo verður skylda að eftir hvert Matarboð verði allar uppskriftir settar á MÍ bloggið, svo Sóley gjöra svo vel og setja uppskriftir frá því síðasta sunnudag inn NÚNA !!! (Veit samt að þú getur það ekki akkúrat NÚNA, þar sem þú ert einmitt NÚNA í Haustferð Vélarinnar og sennilega að hugsa um e-ð allt annað en uppskriftir).


Nú er klukkan 9.30 og ég mætt í VRII, búin að taka á því í Body pump í morgun í Baðhúsinu og orðin þvílíkt mössuð............... :O)
Annars engin vísindaferð í kvöld, það er að segja hjá mér, það er auðvitað vísó en Silja litla ætlar að prófa að sleppa henni í þetta skiptið. Frekar að læra bara eins og brjálæðingur fram á kvöld !!! Maður er svo skynsamur.............. ")

Farin í Efnisfræði-fyrirlestur

Adios

2.10.02

Haustferðin var algjör snilld. Keyrðum austur fyrir fjall og skoðuðum m.a. jarðskjálftamiðstöðina, Vatnsfellsvirkjun, Þjórsárbrú og Sultartanga. Enduðum svo í vísindaferð í Set á Selfossi, og þetta var sú skemmtilegasta vísindaferð sem ég hef farið í .............. vá þvílík gleði, við erum að tala um að það var hljómsveit og allur pakkinn. Við semsagt dönsuðum eins og fífl eins og okkur verkfræðingum er einum lagið og vorum svo komin í bæinn fyrir 22:00. Fórum þá í partý til Kristveigar og enduðum svo í bænum. Semsagt hin besta skemmtun :O)
Samt alveg rólegar að kremja hana Katyline okkar !!!