4.10.02

KÆRU MÍ FÉLAGAR !!!

Eins og þið hafið kannski tekið eftir að þá er ég búin að búa til spes blogg fyrir MÍ (Matarklúbb Íslands). Þannig að núna getum við loksins hætt að hittast og getum jafnvel hætt að tala saman líka, þvílíkur lúxus.........................
Nei nei þetta verður semsagt bloggið okkar sem við 5 getum farið inn á og skrifað, búin að sms ykkur user-name og password.
Svo verður skylda að eftir hvert Matarboð verði allar uppskriftir settar á MÍ bloggið, svo Sóley gjöra svo vel og setja uppskriftir frá því síðasta sunnudag inn NÚNA !!! (Veit samt að þú getur það ekki akkúrat NÚNA, þar sem þú ert einmitt NÚNA í Haustferð Vélarinnar og sennilega að hugsa um e-ð allt annað en uppskriftir).