15.8.02

Jæja gott fólk - nú fer veturinn að ganga í garð. Ég trúi því ekki að skólinn sé að byrja eftir nokkra daga, þetta er búið að líða allt, allt of fljótt. Samt er ég orðin smá spennt að byrja aftur, ætla að vera rosa dugleg og skipulögð og læra svona en ekki svona og svl. (Svona pæling sem á sér stað á hverju einasta hausti áður en setist er á skólabekk!)

Annars er svosem ekkert svakalegt að frétta - jú Kris átti afmæli á föstudaginn og okkur var boðið í veislu á Tunguveginn. Fengum hangikjöt og ca 10 sortir af kökum á eftir, ekki slæm sú veisla!
Í gær kíkti ég svo í heimsókn til Bryndísar, hún er að fara til Krítar eftir viku og við vorum svona aðeins að skipuleggja hvað hún ætti að taka með sér.......... :O)
Svo fékk ég mjólk lánaða hjá henni, þetta er e-ð sem maður gerir alltaf í sveitinni fá lánað hitt og þetta. Fyndið ég er búin að búa í Garðabænum í raðhúsi í 6 ár og ég hef ekki ennþá séð þetta fólk sem býr í sömu röð, ég er ekki að grínast - er fólkið örugglega lifandi! Síðan myndi ég aldrei skokka yfir til þeirra (þeirra hverra) og biðja um lán á hinu og þessu! En hér í bænum er náttúrlega alltaf allt opið, meira að segja á nóttinni. En á litlum sætum stöðum út á landi er kannski ekki endilega búðir :O( og þar loka sjoppur kl 22:00 svo ef manni skyndilega langar í eins og eitt stykki bragðaref og klukkan orðin 22.05 þá getur maður bara beðið þangað til daginn eftir og hananú, ja eða fá það lánað hjá næsta manni!

En núna var Bryndís að bjóða mér í mat, svo ég ætla að skokka yfir til hennar í kjúklingabringur og fínerí !

Tjá