1.8.02

KJÖTSÚPA A LA AFI
Afi bauð mér í besta mat í heimi - kjötsúpu á sjálfan afmælisdaginn sinn!
Hann er svo mikill sælgætisgrís svo ég gaf honum bara stóran kassa af prins póló og makintoch í afmælisgjöf. Keypti svo ís og karmellusósu til að hafa í eftirrétt fyrir okkur og afi átti jarðarber til að hafa með. Semsagt dýrindisveisla og við afi skemmtum okkur konunglega :O)