í vanda stödd....
Sit ein heima, búin að hlamma mér upp í sófa, undir teppi og ákvað að kíkja á sjónvarpsdagskránna fyrir kvöldið.
Eftir að hafa kynnt mér hvað er í boði komst ég að því að mig langar að sjá þáttinn hjá Oprah Winfrey þar sem Jennifer Aniston opnar sig af einlægni um samband sitt við Pitt, talar um meintan þátt Angelinu Jolie í skilnaðinum og framtíðina....hmmm gæti verið spennandi!
Síðan er Steinunn Ólína hjá Sirrý, þar talar hún m.a. fortíðina, framtíðina og nútíðina í Hollywood. Á Sirkus er svo þátturinn So you think you can dance.
Versta er að allir þessir þættir eru á sama tíma! Hvað er það???
Spurning um að gefa skít í þetta allt saman, fara bara snemma uppí og lesa góða bók, hef hvort sem er aldrei verið mikið fyrir sjónvarpsgláp!