11.11.05

"SPARK"

Sáuði nýja strákabandið SPARK í Kastljós um daginn?
Ef þið misstuð af því þá verðiði að kíkja á það hérna!!! ;)

9.11.05


í vanda stödd....

Sit ein heima, búin að hlamma mér upp í sófa, undir teppi og ákvað að kíkja á sjónvarpsdagskránna fyrir kvöldið.
Eftir að hafa kynnt mér hvað er í boði komst ég að því að mig langar að sjá þáttinn hjá Oprah Winfrey þar sem Jennifer Aniston opnar sig af einlægni um samband sitt við Pitt, talar um meintan þátt Angelinu Jolie í skilnaðinum og framtíðina....hmmm gæti verið spennandi!
Síðan er Steinunn Ólína hjá Sirrý, þar talar hún m.a. fortíðina, framtíðina og nútíðina í Hollywood. Á Sirkus er svo þátturinn So you think you can dance.
Versta er að allir þessir þættir eru á sama tíma! Hvað er það???
Spurning um að gefa skít í þetta allt saman, fara bara snemma uppí og lesa góða bók, hef hvort sem er aldrei verið mikið fyrir sjónvarpsgláp!

5.11.05



rjúpur---idol---snúlli

Kósýkvöld hjá okkur Ásu Ninnu og Patreki Thor í gær, gúffuðum í okkur borgara frá Búllunni, horfðum á idolið, átum nammi og kjöftuðum og kjöftuðum og kjöftuðum meira. Patrekur greyið var doldill lasarus en fylgdist samt spenntur með idolinu enda mikill söngvarakall, stundum fannst honum samt fólk ekki alveg vera að standa sig!

Tékkið á Snúlla litla Snúllasyni .....hann er efnilegur strákurinn, enda ekki langt að sækja það;)
oohhh svo mikill snúlli!!!

Annars er ég kona einsömul um helgina. Kristján á rjúpnaskytteríi, fór í gær og kemur ekki fyrr en annaðkvöld.

Rifjast upp einn góður:
"Pabbi fáum við hund um jólin ? Nei ætli við höfum ekki rjúpur eins og venjulega"............... bwahahahhahahah ;OD

4.11.05

Email

dottin í jólagírinn ...

Mötuneytið í vinnunni var lokað í hádeginu, var að vesenast með hvað mig langaði að borða en ákvað svo að kíkja í bakaríið í rúnstykki og svl.
Í bakaríinu tek ég svo eftir "rétti dagsins" ekkert annað en: London lamb með öllu tilheyrandi, gulum og grænum baunum, rauðkáli og brúnni sósu.... nammi namm
Ef þetta var ekki e-ð til að koma manni í jólaskap þá veit ég ekki hvað! *slurp slurp* :OÞ

Mæli með bakaríinu í Borgartúninu !!!

úffff verst að núna er ég að springa og get ekki unnið, þetta er alveg svona þarf-að-leggja-mig sedda ;(

3.11.05

Námskeið...

Ég er barasta sjúk í öll námskeið, ég get t.d. lesið bæklinginn frá Mími eins og ég sé að lesa bók. Ég les aftur og aftur um öll námskeiðin og krossa svo við þau sem mig langar óskaplega til að fara á eins og t.d. :

Að útbúa gjafakörfur --- Að útbúa veisluborð --- Fatasaumur --- Förðunarnámskeið --- Gjafaskreytingar --- Jólakonfekt --- Ljósmyndanámskeið --- Prjónanámskeið--- Lærðu að búa til sushi --- Gítarnámskeið --- Spænska II --- Vatnslitamálun

Já það gæti orðið ansi stíft prógramm hjá mér ef ég myndi skrá mig á þetta allt saman og svo myndi ég líka klára alla peningana mína sem er ekki svo gott! En eitt er víst að við Kris rokk ætlum saman á ljósmyndanámskeið, reyndar ekki hjá Mími en það er nú önnur saga..... ÓJÁ og við hlökkum svooo til :OD .... það er bara eitt sem við eigum eftir að gera og það er að skrá okkur!!! Förum í það fljótlega og hanaNÚ.