12.4.03

AÐALFUNDUR NAGLANNA 2003
Jæja...... þá er búið að kjósa nýja stjórn!!!
Heppnaðist ótrúlega vel allt saman og nýja stjórnin lofar mjög góða og vil ég sérstaklega óska Katrínu Karls til hamingju með sinn titil "ritari Naglanna". Ég var síðan kosinn "hirðljósmyndari" ásamt Auði - svo maður er víst neyddur til að fara í hverja einustu vísindaferð á næsta ári !!!
Þetta var haldið í skemmtihúsinu á Laufásvegi, gömlu kennslustofunni minni úr Kvennó. Steinar hennar Katrínar hélt uppi stuðinu með því að þeyta skífum fram eftir nóttu. Semsagt klassakvöld allt saman.........
Fyndnast samt að nýja stjórnin þurfti svo að vakna í morgun og taka allt til eftir kvöldið & þau eru enn að... hí hí

Að sjálfsögðu tók "hirðljósmyndarinn" embætti sitt grafalvarlega og tók heilan helling af myndum :O)





11.4.03

ÚBBS....
Kíkti aðeins í sockshop áðan til að finna sokkabuxur fyrir kvöldið. Var að benda afgreiðsludömunni á sokkabuxur sem gínan var í (eða ekki beint gína heldur bara svona fótleggur)............ heyrðu þá hrundu bara hvorki meira né minna en 4 fótleggir í gólfið og "SMÖLLUÐUST"
Ég var ekki vinsæl í búðinni eftir þetta svo ég hraðaði mér bara út :O(

AÐALFUNDUR........
Jæja..... skilaði af mér tveimur verkefnum í dag svo það er smá léttir - en samt eitt stórt eftir sem öll helgin fer í. Ætlum nú samt að leyfa okkur að mæta á síðasta skóladjamm þessa vetrar sem er aðalfundurinn í kvöld. Þar verður kosin ný stjórn og boðið upp á pizzur og drykki.
Mikil stemming er í loftinu finnst mér svo ég býst við klassakvöldi.

10.4.03

BÆN.........

Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.
Helgin fyrir stafni - búinn að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín,
hvergi ský á himni.
Búinn að panta súpu og brauð
og búinn að borga allar mínar skuldir,
svo sem engin ósköp sem ég á að skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum,
Því að þetta er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman!

7.4.03

Strætó........
Þurfti að taka strætó í dag! Bíllinn hennar Katrínar bilaði þegar við vorum á leiðinni í skólann reyndar ennþá í hlaðinu heima hjá henni svo það var ekki hægt að stóla á hann meir. Svo við gösluðumst til að taka strætisvagn í skólann, þurftum að taka einn innanbæjarvagn að Bitabæ, þar tókum við svo strætó á Hlemm, löbbuðum frá Hlemmi á Skúlagötu til að ná í gögn út af umhverfisverfræðiverkefninu, löbbuðum á Hlemm, tókum þaðan strætó út í Háskóla.
Þetta tók rúman klukkutíma........... vá hvað ég var búin að gleyma hvað það er drulluleiðinlegt að taka strætó!!!!!!!!! Ég hefði gert þetta á 10 mínútum á mínum eigins bíl.... eða svona nokkurn veginn :O(

6.4.03

Varmajafnvægi í straujárni.........

Hvað gæti verið áhugaverðara á laugardagsnóttu en að vera að forrita & gera skýrslu um varmajafnvægi í straujárni, ég bara spyr!!!!!!!

5.4.03

Þvílík veisla......
Höfðingleg veisla hjá Ríkey & Óla í gær - vorum 14 manns að háma í okkur pizzur og hafa það gott.
En vá hvað við hefðum þurft að vera í salnum í gær að horfa á Djúpu laugina............. þá hefðum við kannski getað leiðbeint Þórey hvern hún ætti að velja :O(

4.4.03

DJÚPA LAUGIN........

Allir að horfa á Djúpu laugina í kvöld. Þar verður góðkunningi okkar að keppa, seg' ekki hver...... en endar á Y :O)
Svo það lítur út fyrir að við brunum að horfa á þáttinn eftir pizzuátið!!!
Spennandi.................

PIZZUVEISLA ...............

Af því að Matlab skratlab er alveg að verða búið (átti að VERA búið) þá á að fagna í kvöld. Óli hennar Ríkeyjar ætlar að vera svo góður að bjóða öllum hópnum í pizzur :O)

MÆLINGAR Í ÖSKJUHLÍÐINNI.........

Fórum í Luk-tímanum (Landfræðileg landupplýsingakerfi) upp í Öskjuhlíð að mæla. Stóðum úti í nístingskulda að frjósa vægast sagt en samt mjög skemmtilegt. Ég var að hallamæla og stóð mig bara ágætlega sem mælingarmaður - allavegana var ég nokkuð góð að standa með stikuna.... :O)