31.3.03

Jeppaferð........
Kristján fór klukkan 9 á sunnudagsmorguninn í jeppaferð upp á Langjökul. Þeir lentu síðan í brjáluðu veðri og hann skilaði sér ekki til baka fyrr en 8 í morgun (mánudag) :O(
Svo fór hann beint í vinnu.........

30.3.03

Þetta finnst mér fyndið........
Var að vafra um á netinu í leit að heimildum fyrir gatnamóta-verkefnið og lenti þá inni á þessari síðu.

Búin að vera í Matlab-vinnu hjá Hlín síðan í morgun allur TMC. Er svo að fara að svipta yftir í umhverfisverkfræðina akkúrat núna with Katrín.

Brjálað veður................
og Kristján fastur einhvers staðar upp á jökli í jeppaferð, fer samt vonandi að skila sér heim :O(

29.3.03

MATLAB - Heimaverkefni 6..............
Allt tekur enda og nú erum við að fara að gera síðasta verkefnið í Matlab á morgun. Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

Mislæg (Misheppnuð) gatnamót...........
Búið að ganga svona la la í verkefninu. Tók rúma 2 tíma að leita að heimildum á Þjóðarbókhlöðunni og settumst svo niður og gerðum beinagrind. Svo þetta er allavegana komið aðeins í gang :O)
Ætlum að halda áfram annað kvöld.

Eldsmiðjan.........
Smakkaði Eldsmiðju-pizzu í fyrsta skipti í gær og þvílík gæði...... alveg bestu pizzurnar í bænum!!!
Fórum svo á Nóa Albínóa og vorum mjög sátt.
Kíktum meira segja í millitíðinni á Christínu og fjölskyldu á Nýlendugötuna. Tristan var nýkominn úr baði með krullurnar sínar út í loftið og veifaði okkur eins og forsetinn :O)
Sérdeilis prýðilegur dagur í gær!!!

Ætti maður að skella sér............... :O)

28.3.03

Eitt er víst............ ekki er ég svona hress á morgnana!!!!!!!!!!

Stjörnuspá
Eins gott að "vatnsberar" vari sig í dag................

Kominn föstudagur og ég komin í helgarfrí.... djók!!!!!
Ætlum að byrja í fyrramálið á umhverfisverkfræðiverkefninu sem við eigum að skila í næstu viku. Semsagt enn eitt VERKEFNIÐ.
Það sem minn hópur er að gera er: mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, fjalla um umhverfisþættina varðandi framkvæmdina. Eigum að skila 20 bls skýrslu á miðvikudaginn og halda svo fyrirlestur !!!

Lítur allt út fyrir það að ég eigi smá líf í kvöld - ætla allavegana að leyfa mér það!!! Búið að vera brjálað að gera undanfarið og ekki á það eftir að minnka neitt úr þessu :O(
Allavegana þá ætlum við Kris aðeins að lyfta okkur upp með því að drífa okkur í bíó og jafnvel fá okkur einhvers staðar að snæða á undan. Hlakka ýkt til........ :O)

26.3.03

HUNGUR.....
Get ekki beðið eftir öllum kræsingunum hennar K-line.
Er svo svangur!!!

NAMMI NAMMMMMM...................

Matarklúbbur Íslands kemur saman við hátíðlega viðhöfn hjá ungfrú Katrínu Karls kl 19:30.
Náði að njósna hvað verður boðið uppá og það lítur út fyrir að vera hrikalega girnilegt - enda meistarakokkur hér á ferð.....
Hlakka til að hitta mafíuna loksins!!!

Litla skvísan......

Setti nokkrar myndir af litlu pæjunni sem er farin að hlaupa út um allt............

24.3.03

Stundum vildi ég að maður þyrfti ekki að borða!!! Ótrúlegt maður fer út í búð og verslar nánast ekki neitt en samt kostar það 4.369 krónur - Hvað er það?????

Þráðlaust.......

Þvílíkur lúxus - við erum komin með þráðlaust net heima, svo nú getur maður bara legið upp í rúmi og verið á netinu :O)

Verkefni & aftur verkefni............
Mig er farið að dreyma um að geta bara sest niður með mínar bækur og t.d. reiknað!!!!
Nenni ekki lengur þessum endalausum verkefnum sem taka allan tímann sem maður hefur og maður getur aldrei gert það sem maður á að gera.
Ekki sniðugt :O(

23.3.03

Svarthvíta hetjan mín.................

Myndir...........

Núna þegar maður er kominn með manns eigins tölvu þá verður maður heldur betur öflugri að dæla inn myndum.
Nú þegar eru komnar fullt af stórskemmtilegum myndum eins og frá ÁRSHÁTÍÐINNI frægu og vísindaferð í HNIT.

Allt að gerast ..............

Nú er maður loksins kominn með fartölvu, fékk eitt stykki IBM ThinkPad í gærkvöldi og þvílíkur munur. Gat verið í rólegheitum heima í allan dag, bara setið upp í sófa með teppi og huggulegheit og græja Aflfræðiskýrslu. Í staðinn fyrir að vera í krádinu upp í skóla þar sem allir eru að verða kolkreisí..... algjör lúxus. Verst að það gekk samt ekkert svo vel að gera skýrsluna því ég var svo mikið e-ð að prófa nýju græjuna en það fylgir auðvitað!

19.3.03

í ruglinu...........
Er enn upp í skóla að gera Reiknilega aflfræði-bita-skýrslu og klukkan er að verða 3 um nótt!!!
Ekki sniðugt

15.3.03

FRÁBÆR VÍSINDAFERÐ........

Doldið langur fyrirlestur í Hnit í gær en samt mjög áhugaverðir. Töluðu m.a. um Neyðarlínuna - græjuna á bakvið þá tækni, breikkun Reykjanesbrautar og síðast en ekki síst hina byltingarkenndu nýjung - kúluplötur!!!
Fórum í bæinn, kíktum á hina ýmsu staði og stöppuðum lengst á Hverfisbarnum.
Er enn með "ég er ekki gerð til að búa í blokk - ég færi betur.............." lagið á heilanum!!! Hefðum betur sleppt því að syngja það í ALLT-gærkvöld.
Stórfínt kvöld og stórsniðugar myndir á leiðinni ...............

13.3.03

Vildi stundum að maður þyrfti ekki að sofa............ en það er samt svo obboððssssslega gott svo ég veit samt ekki hvort það væri svo gott - þ.e.a.s. að maður þyrfti þess ekki ......... tek það til baka!!!

HEIMADÆMI.........
Best að rumpa af nokkrum æsispennandi stærðfræðigreiningardæmum!!!

MYNDIR.......

Ætla að linka í fullt af sniðugum myndum frá árshátíðinni góðu í febrúar......:O) Fer svo alveg að setja mínar myndir inn, tekur allt tíma :OX

Stefnir í ...........þrusu helgi!!!.Vísindaferð á morgun ........... förum á verkfræðistofuna Hnit. Ætlum meira að segja að taka "létt" tjútt á eftir......sem gæti endað í vitleysu... & allt orðið kolkreisííííííí en það er þá bara gaman :O)
Á laugardaginn er svo sennilega "Rakklet"(veit ekki hvernig það er skrifað) matarboð hjá Gunnari & Guðrúnu.
Sunnudagurinn fer svo í nýtt forritunarverkefni í Matlab sem er um Kaos..... jibbííííííí

KÁRAHNJÚKAR - GÓÐUR KOSTUR EÐA ER NÓG KOMIÐ!!!
Á þriðjudaginn fór allt gengið á Kaffi Reykjavík að hlusta á Þórey Eddu í kappræðum um Kárahnjúkavirkjun. Þar hélt hún sína fyrstu ræðu og stóð sig eins og hetja. Það verður gaman að hugsa til þessa fundar seinna meir þegar Þórey verður orðin frægur Alþingismaður, gaman að hafa verið viðstaddur hennar fyrstu frumraun í bransanum :O)

10.3.03

Gaman að vera búin að eyða 3 tímum í Luk skilaverkefni og allt rústist svo þegar það er bara smááááá eftir!!!!!!!!!!!!
En þá er bara að byrja upp á nýtt :O(

9.3.03

Langar í bíó................ kemst samt ekki :O(
Langar bæði að sjá " The hours" og " Nóa Albinóa" !!!!!!!!

Helgin hefur farið í brúðkaup og Matlab!!!
Var að vinna á Brúðkaupssýningunni Já, fyrir Kúnígúnd, ásamt því að vinna í Matlab-skýrslunni.
Var að klára núna 4 heimaverkefnið........ 4 búin af 6 = 2/3
Á eftir að vera útí skóla fram á kvöld - ætla að sýna smá hæfileika í Tölulegri greiningu og LUK skila-verkefni !!!

PRÓF...............

Finnst ég nýbúin í prófum og samt komið að þeim næstu..... :O(
Svona lítur próftaflan út fyrir vormisseri 2003:

29. apríl Töluleg greining (9:00 - 12:00)
5.mai Umhverfisverkfræði (9:00 - 12:00)
8.mai Reiknileg aflfræði (9:00 - 12:00)
10.mai Stærðfræðigreining (9:00 - 12:00)
13:mai Landmæling og landfr.uppl.tækni (13:30 - 16:30)

8.3.03

:::::::NOKKUÐ SNIÐUGAR PÆLINGAR:::::::

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir alkoholistar"nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Jón og ég er alkoholisti"?

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?

1.3.03

ÁRSHÁTÍÐIN VAR EKKI AÐ KLIKKA........

Allur dagurinn var frábær í alla staði, held að flestir séu sammála mér :O)
Set inn fullt af skemmtilegum myndum seinna - þarf fyrst að henda e-u út af heimasvæðinu mínu því það er stúúúút-fullt!!!