7.9.05
6.9.05
5.9.05
4.9.05
Búnir að vera erfiðir síðustu dagar því elsku amma mín fór skyndilega frá okkur. Alltaf erfitt þegar maður kveður manneskju sem manni þykir svona ofboðslega vænt um.
Við Kristján áttum pantaða ferð til Króatíu 1.september en frestuðum henni um viku út af þessu og var það ekkert mál. Fengum meira að segja á sama hóteli og við áttum pantað á og er ég alveg viss um að hún amma hefur verið að stýra því að þetta myndi allt ganga upp. Enda fannst henni fátt meira spennandi en að ferðast um heiminn og hvort sem það var hún sem var að fara eða aðrir þá var hún alltaf jafn spennt.