16.5.06



Smá fréttir...
Langt síðan síðast og ýmislegt gengið á. Málið er að litla krílið okkar var orðið svo spennt að sjá okkur foreldrana svo það reyndi að flýta sér í heiminn allt of snemma eða þegar ég var komin rúmar 32 vikur. Ég var þess vegna lögð inn á meðgöngudeild og gefin lyf til að koma í veg fyrir samdrætti, allt gert til að reyna að stöðva fæðingu og fékk líka sprautu með sterum til að flýta fyrir lungnaþroska barnsins. Fékk síðan að fara heim eftir nokkra daga á spítalanum með því skilyrði að ég tæki því mjög rólega. Svo ég er búin að vera bara nánast rúmliggjandi heima síðan, hef voða lítið getað hreyft mig því þá fer allt á fullt :/ en það munar um hvern dag svo ég er búin að vera ofsa dugleg að reyna að halda í mér ;)