18.6.03

RÚSTAÐI ÞESSU.....eða næstum því
Varð í 2. sæti á golfmótinu á mánudag........... ég bara vissi ekki að ég væri svona svaðalegur golfari ;O) Fékk brjáluð verðlaun og alles. Þetta var þvílíkt gaman og ég tek til baka að þetta sé "leiðinleg" íþrótt!!! Allt annað að spila heilan hring heldur en að vera bara að slá og pútta nokkrum sinnum eins og á námskeiðinu. Svo er þetta líka svo fallegur völlur og góð hreyfing að labba alltaf og finna kúlúna sína sem maður hefur skotið ca 300 metra í burtu ;O)
Við vorum nú samt óeðlilega lengi með hringinn (9 holur) eða frá 15:00 - 18:30 en svo var endað á þvílíkri veislu í golfskálanum, lambalæri og ýmislegt fínerí.
En það er verst að núna er ég orðin heltekinn af golfinu og er að spá í að demba mér út á völl og það strax!!!
Sjáumst.......