24.9.02

I'm back.................búin að vera í mánaðarbloggpásu og bara búin að hafa það fínt þakka ykkur fyrir.
Málið var að mér var ekki farið að standa á sama þar sem ég bjó á afskekktum stað út á landi í sumar og var oft ein að blogga seint á kvöldin og skrifa e-ð "jæja nú er ég bara ein heima og ætli sé ekki best að fara að sofa, dadaraaa...", þegar svo ónefndir aðilar voru farnir að fylgjast vel með bloggskrifum mínum og ónáða mig svo ekki sé meira sagt. Já þetta var semsagt ekkert svo sniðugt og ákvað ég því að segja skilið við þetta, þar sem ég taldi bloggerinn vera hættulegan samfélaginu!!!! EN ég hef ákveðið að sigrast á vandanum og gefa skít í allt og alla og halda áfram mínum bloggaraskrifum.