6.6.06



Þrælfín helgi að baki...

Fórum í Grasagarðinn í góða veðrinu á laugardaginn, stormuðum þangað með teppi & piknik körfu fulla af kræsingum. Þar viðruðum við okkur í 3 tíma og ég er ekki frá því að maður hafi fengið smá roða í kinnarnar :)

Næst ákváðum við í skyndi að bruna á Sólheima til mömmu & pabba. Hef ekki farið í svona langan bíltúr í langan tíma og ég hélt án gríns að ég myndi fæða á þarna mesta malarkaflanum. Held reyndar að Kristján hafi gert í því að láta bílinn hoppa doldið hressilega á verstu köflunum enda er hann orðin dálítið óþolinmóður að fara að sjá litla krílið ;)

Á sunnudaginn átti Birta Hlíf sætasta afmæli og bauð í veislu en hún er síðan alveg að fara að stinga okkur af, ætlar til Detroit í Bandaríkjunum í ár sem aupair.

Birta Hlíf
Birta flippuð að vanda...

Katrín kíktí svo í heimsókn á sunnudagskvöldið og upp úr miðnætti vorum við orðin svo svöng eða aðallega ég, náði samt að fullvissa Katrínu og Kristján um að þau væru líka svöng hehe ;) Þá uppgötvaði ég að það væri til deig inn í ísskáp svo það var ekkert því til fyrirstöðu en að skella í 2 baquette brauð með ólífum, fetaosti og pestó og nammi namm það heppnaðist rosa vel, ekta svona miðnætursnarl ;) Maður er náttúrlega ekki alveg í lagi þessa dagana...

Í gær var bara rólegt, prjónaði slatta í peysunni sem ég er að gera á mig, ein svona djúsí peysa sem alltaf er gott að geta hipplað sig í (hmmm segir maður hippla???). Já svo horfðum við á mynd um tónlistarmanninn Ray Charles. Ótrúlegt hvað allar þessar sannsögulegu myndir um þetta fræga fólk sem maður hefur horft eru allar eins. Þessar stjörnur eru einn daginn að gera það rosa gott, eiga gommu af peningum og lífið ætti að blasa við þeim. Nei nei allar enda þær sem sjúklegir eiturlyfjaneytendur, halda endalaust framhjá makanum sínum sem er heima með öll börnin þeirra og á endanum eiga "stjörnurnar" akkúrat ekkert!!! Horfði einmitt á Walk the line með Johnny Cash um daginn og þar er þetta engin undantekning. En mæli með lögunum hans úr myndinni er búin að vera hlusta stanslaust á þau undanfarið.