31.5.06


Reyklausi dagurinn...
Í dag er alþjóðadagur án tóbaks sem á að hvetja fólk til að nota tækifærið og hætta að reykja. Persónulega hef ég aldrei skilið hvað fær fólk upphaflega til að byrja að reykja. Mér fannst þetta aldrei kúl sem unglingur og fékk aldrei löngun til að ánetjast þessari fíkn enda hef ég aldrei tekið einn smók um ævina og efast um að ég fari að byrja á því héðan í frá. En ég er viss um að ef ég hefði einhvern tímann byrjað að þá væri ég kannski stórreykingarmanneskja í dag, því ég er svo öfgakennd, sbr. þegar ég naga þá nægir mér ekki að naga bara neglurnar, nei ég borða nánast puttana af mér eða þar til blæðir :/ Þegar ég er í tyggjóstuði þá fæ ég mér kannski 3 extra tyggjó pakka á dag eða þar til mig verkjar í kjálkana, þegar ég fæ mér varasalva þá smyr ég svona 30 sinnum Labello á varirnar, þegar ég fæ mér nammi þá kaupi ég bland í poka fyrir 400 kr. og klára það allt og svo mætti lengi telja. En þetta er nú allt skaðlaust svo sem.... eða hvað?
En allavegana þá bara skil ég einfaldlega ekki að fólk skuli yfir höfuð reykja enn þann dag í dag miðað við alla þá fræðslu sem er í gangi fyrir utan hvað þetta er hrikalega dýrt og viðbjóðsleg lykt sem fylgir þessu, þetta var öðruvísi í gamla daga þá vissi fólk ekki eins mikið um skaðsemi reykinganna. Mér skildist á fréttum í morgun að það séu um 20 % landsmanna sem reyki og mér finnst það bara ansi hátt hlutfall af þjóðinni.