3.11.02

HELGIN

Búið að vera brjálað að gera hjá mér í móðurhlutverkinu um helgina.
Daníela kom til mín laugardagsmorguninn. Nóg að gera hjá okkur, hittum Christinu og Tristan litla og við drifum okkur með börnin okkur í Húsdýragarðinn. Daníelu fannst magnað, var svo stjörf yfir dýrunum að ég náði varla sambandi við hana. Hún var samt mest að fíla Guttorm! Ætluðum svo með þau niður á tjörn að gefa öndunum en þau steinsofnuðu í bílnum á leiðinni, gjörsamlega búin eftir allt actionið.
Vorum svo í ljúffengum kvöldmat hjá Steinþóri bróðir og fórum svo bara snemma uppí. Hún fór síðan heim eftir hádegið í dag. Gekk semsagt eins í sögu alltsaman!!!