1.11.02

Það er föstudagskvöld, klukkan 21:00 og ég er út í VRII að læra!!!
Það var vísindaferð til Borgarverkfræðinga í kvöld en ég ákvað frekar að halda mína eigin vísindaferð þar sem ég yrði eini gesturinn. Ferðin er búin að vera fín, hef verið að kynna mér 2.hæð bókasafnsins og þegið léttar veitingar inn á milli. Svo hef ég hlegið stöku sinnum og spurt sjálfa mig nokkura spurninga sem brunnið hafa á vörum mér. Ég er mjög sátt við þetta kvöld, enda sú fróðlegasta vísindaferð sem ég hef komist í tæri við og er staðráðin í að halda fleiri á svipuðum nótum. Fer í heim í nótt með mikinn fróðleik ásamt tilhlökkun í aðra vísó af þessu tagi..................................