6.12.04

JÓLAFÖNDUR...
Maður er orðinn magnaður föndrari eftir þessa helgi. Það var jólaföndur í vinnunni á föstudaginn og þar föndraði ég þessa fínu jólakúlu. Á laugardaginn var svo komið að jólakortunum, vorum heima hjá Katrínu frá 17:00 til miðnættis og árangurinn hjá mér var 6 kort ;(
Í gær keypti ég svo efni í aðventukrans sem ég töfraði svo fram á ca 20 mínútum og já ég er bara doldið montin með hann :O)
Nú vantar bara að þrífa svo jóladótið fái að njóta sín. Spurning um að fá sér bara "HREINDÝR" til að græja það...... dýr sem gerir hreint !!! muhahhahaaaa (maður má víst ekki segja tæju...) ??? ;/


Póstbloggfærslu sendi silja